Richie the Barber (rakarinn Richie) hafði alltaf þann draum að verða trúður. Í stað þess að mála sig upp einstaka sinnum ákvað hann að húðflúra allt andlitið, klippa og lita hárið og fékk sér sílikonígræðslur til að verða alvöru trúður, varanlega.
Richie the Barber hefur allt sem til þarf – stórt, rautt nef, rauðan munn, litað hár og rauðar augnabrúnir, blátt andlit, vel snyrt yfirvaraskegg – semsagt, hann er litríkur að sjá. Hann klæðir sig að sjálfsögðu upp, en allt hitt er varanlegt, fyrir utan klippinguna. Nefið og munnurinn eru húðflúruð og blái farðinn og allt listaverkið á andliti hans. Augabrúnirnar eru í raun sílikonígræðslur.
Eins og nafnið gefur til kynna er Richie rakari, en innst inni þráði hann alltaf að vera trúður. Hrifning hans (sumir myndu kalla það þráhyggju) á trúðum byrjaði á æskuárum, þegar hann hitti í fyrsta sinn trúð. Í stað þess að hræðast hann var Richie heillaður af öllum töfrabrögðunum og því sniðuga sem hann gerði, s.s. að halda boltum á lofti. Hann man alltaf eftir ráðinu sem hann fékk frá trúðnum þennan dag: Alltaf þegar þér líður illa, haltu boltum á lofti (e. juggle). Það var andartakið sem hann vissi að hann vildi verða trúður.
Fólk hélt fyrst að Richie væri að bulla þegar hann sagðist vilja verða trúður þegar hann yrði fullorðinn, en hann hélt honum lifandi þrátt fyrir að enginn skildi hann. Hann lýsir því þannig að hann hafi verið trúður „í skápnum“ í nokkur ár þar til hann flutti til Hollywood og varð sá sem hann vildi verða.
Að brjótast út úr þessum „skáp“ var erfitt og Richie man að fólk í rauninni skildi hann ekki. Það horfði furðulega á hann þegar hann hélt boltum á lofti, en hann lét ekki segjast. Hann hélt áfram að vera trúðurinn eins og hann hafði alltaf dreymt um.
Richie fékk sér einhjól og lærði á það. Svo fór hann og fékk sér tattoo á andlitið. Þráhyggjan fyrir trúðum og andlitshúðflúrum höfðu áhrif á einkalíf hans – kærusturnar hættu með honum vegna þeirra en hann lét það ekki stöðva sig.
Richie starfar enn sem rakari og safnar trúðahlutum. Þegar hann er að klippa fólk og raka hendir hann stundum skrauti í hárið á þeim, fer að „juggla“ eða hendir hatti á höfuð þeirra. Hann er bara að „trúðast“ eins og hann hefur alltaf dreymt um…