KVENNABLAÐIÐ

Eru frosin matvæli óhollari en fersk? Mýtur kveðnar niður

Margir standa í þeirri trú að frosin matvæli innihaldi færri næringarefni en fersk. Rannsókn sýnir að einn af hverjum fimm telur að frosið grænmeti og ávextir séu óhollari en fersk matvara.

Auglýsing

Rannsakendur áttuðu sig á að viðmælendur héldu að fryst vara myndi ekki endast jafn vel og fersk og hún væri jafnvel dýrari. Margir eru einnig þeirrar skoðunar að fryst vara sé full af aukaefnum til að gefa henni lengri tíma á hillunni.

Aðrar mýtur varðandi frosinn mat eru þær að þú getir ekki matreitt hann á öruggan hátt og margir telja einnig að þú eigir ekki að hita mat frá frosti.

Auglýsing

Laura Tilt, heilsubloggari og næringarfræðingur rannsakaði málefnið og sagði: „Fullt af mat, en ekki allur, er hægt að elda frá frosti. Til dæmis kjúklingabringur, nautahakk, pizza, grænmeti og ávextir, fiskur og tilbúnir réttir. Best er að skoða eldunarleiðbeiningar á pakkanum.“

Rannsóknin sýndi einnig að tveir þriðju töldu að ekki allur matur þyldi frystingu. Sérfræðingar sögðu samt annað. Sannleikurinn er sá að fáeinar matvælategundir henta illa til að frysta, s.s. egg (hrá og elduð) eða grænmeti sem innihalda hátt vatnsinnihald þannig þegar það þiðnar verður það maukkennt þegar það þiðnar.

Önnur mýta er að þú getir ekki fryst aftur mat án þess að elda hann fyrst, en það er rangt því þú getur fryst hann aftur en þú þarft að elda hann milli afþíðingar og frystingar.

Annars töldu 12% viðfangsefna að frosin matvæli gætu ekki verið hluti af heilbrigðu matarræði. Hinir (38%) tölvu að þú gætir ekki geymt frosinn mat ef dagsetningin segi til um annað.

Rannsóknin, sem gerð var í Bretlandi, sýndi að landsmenn innbyrtu 300 milljón frosin matvæli í viku hverri – allt frá grænmeti og ávöxtum til fisks.

Sex af hverjum 10 sögðu að þeir myndu helst vilja kaupa frosinn fisk og baunir. Frystar baunir eru langvinsælastar, þær meira að segja toppa franskar og ís.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!