Idol stjarnan Carrie Underwood hefur átt erfitt að undanförnu. Kántrísöngkonan hefur sagt að hún hafi misst þrjú fóstur á undanförnum tveimur árim. Nú á hún von á sínu öðru barni, en hún á fyrir soninn Isaiah sem er þriggja ára. Er hún gift hokkíleikaranum Mike Fisher.
Carrie segir í viðtali við CBS This Morning að hún hafi fyrst misst fóstur árið 2017: „Ég ákvað að árið 2017 yrði árið þar sem ég myndi eignast barn og vinna að nýrri tónlist. Ég varð ófrísk í byrjun árs 2017 en það gekk ekki upp.“ Carrie, sem er strangtrúuð, segir að trúin hafi hjálpað henni í gegnum erfitt tímabil: „Ég sagði, „Ókei, guð, við vitum að það er bara ekki rétti tíminn. Og það varð allt í lagi. Við náðum okkur og komumst í gegnum það.“
Eftir að hafa misst aftur fóstur á árinu 2017 og annað árið 2018 var hún undrandi og leið og fannst guð hafa svikið sig.
„Ég var hrædd við að verða reið því við erum svo blessuð. Sonur minn Isaiah er það besta í heimi þannig ég hugsaði: „Ef við getum ekki eignast fleiri börn er það í lagi, því hann er svo æðislegur.“ Og ég lifi svo æðislegu lífi. Ég meina, hvað get ég kvartað. Ég á frábæran eiginmann, frábæra vini, ótrúlega gefandi starf og dásamlegt barn. Get ég verið reið? Nei.“
Þegar hún missti fóstur í fjórða skipti varð hún samt reið: „Ég faðmaði drenginn minn og hugsaði: „Af hverju í ósköpunum verð ég alltaf ólétt ef ég get ekki eignast barn? Hvað er þett? Lokaðu þessari hurð. Þú veist, gerðu eitthvað. Annaðhvort lokaðu hurðinni eða leyfðu mér að eignast barn.“
Svo fóru þau í mæðraskoðun og hún bjóst við slæmum fréttum, enn einu sinni: „Þau sögðu: „Allt lítur vel út!“ Þannig ég hugsaði, „hann“ hefur heyrt í mér.“