Leikarinn Mark Wahlberg (47) hefur nú upplýst hvernig hann eyðir deginum sínum og fólk á hreinlega ekki orð. Til dæmis vaknar hann um miðja nótt til að fara á æfingu og fer að sofa klukkan 19:30!
Mark hefur alltaf verið í góðu formi, en fólk spyr sig hvernig þetta sé eiginlega hægt. Leikarinn tjáði sig um þetta á Instagram.
Á venjulegum dögum vaknar Mark klukkan 2:30 á nóttunni. Eftir morgunmat klukkan 3:15 tekur hann 95 mínútna æfingu. Svo er það önnur máltíð, sturta, snarl, golf og „cryo chamber recovery“ – allt fyrir klukkan 10:30 á morgnana.
Cryotherapy er meðferð sem er stundum kölluð „kuldameðferðin“ en margir íþróttamenn nota hana. Fljótandi nítrógen (köfnunarefni) er notað til að kæla loftið niður í -100°C og er það notað til að lina verki í vöðvum og liðamótum.
Mark tekir einn og hálfan tíma í sturtu og svo spilar hann golf í hálftíma.
Mataræðið er einnig í sérflokki: „Ég byrja á tröllahöfrum, bláberjum og hnetusmjöri í morgunmat. Svo fæ ég mér próteinsjeik, þrjá kalkúnaborgara, fimm skammta af sætri kartöflu um klukkan 5:30 á morgnana.“
Klukkan átta fær hann sér „10 kalkúnabollur.“ Klukkan 10:30 fær hann sér salat með grilluðum kjúklingi og tveimur harðsoðnum eggjum, ólífum, avocado, tómötum, gúrkum og káli.
„Svo klukkan eitt fæ ég mér New York steik með grænni papriku. Klukkan 15:30 fæ ég mér grillaðan kjúkling með bok choy (kínverskt kál). Klukkan 17:30/18 fæ ég mér fallega sneið af ýsu, þorski eða vartara með grænmeti, kannski kartöflum og bok choy. Ég drekk svo mjög mikið af Aquahydrate á daginn. Það er allt og sumt.“
Var rútínan sérstaklega sniðin að því að Mark var að leika James Silva í myndinni Mile 22. Fylgdi hann planinu í 47 daga en myndin var frumsýnd fyrr í mánuðinum.
Hélt hann sig við áætlunina, meira að segja á frídögum og þegar hann var að vinna annarsstaðar. Í ágústmánuði þakkaði hann starfsfólki líkamsræktarstöðvar í Manhattan fyrir að opna fyrir hann svo hann gæti tekið æfingu.
Mark Wahlberg á fjögur börn með konu sinni, Rhea Durhan og segir stjarnan að þessi rútina hafi tekið tíma frá fjölskyldunni (skiljanlega). „Mestur tíminn fer í að æfa og ég geri allt meðan fjölskyldan sefur – sérstaklega um helgar. Þegar ég er vaknaður, búinn að fara á æfingu, golf, allt það sem ég þarf að gera þá vakna börnin og konan mín sefur út, þannig þetta gengur allt en það er einn af kostum þess að vakna snemma.!
Mark var hæstlaunaðasti leikari Hollywood árið 2017 og er einn eftirsóttasti leikarinn.
John Brewer, prófessor í íþróttafræði við háskóla St Mary segir að líkaminn lagi sig að ótrúlegustu þáttum, en tekur fram að líkaminn þurfi tíma til að ná sér og læknast og á endanum muni hann staðna: „Það sem hann er að gera er virkilega öfgakennt og auðvitað hefur hann náð þeim árangri sem hann vill.“ Það er samt ekki mögulegt að halda svona rútínu áfram til lengri tíma: „Ég myndi segja að eftir fimm eða 10 ár gæti hann ekki gert þetta. Annað hvort mun hann gefast upp andlega eða líkaminn segir: „Nú er komið nóg.“