KVENNABLAÐIÐ

Hættu að reyna stöðugt að geðjast fólki! Sjö sniðugar leiðir til að hætta og rækta sig sjálfa/n

Hvernig líf okkar er og verður er mikið undir okkur komið. Fyrir þá sem reyna alltaf sitt besta að þóknast öðrum eða reyna fá samþykki annarra eru oft ákvarðanir sem ekki eru teknar þeim kvalræði. Af hverju reynum við mörg hver svo mikið að falla öðrum í geð?

Ákvarðanataka okkar byggist á þeim hvötum sem við höfum. Ef þú telur þig vera þannig gerða/n, eins og kallast á ensku people pleaser, gætir þú hafa alist upp í umhverfi þar sem þú þurftir að taka ákvarðanir í ringulreið eða í átökum. Þar af leiðir að þú hefur sterka hvöt til að lina þjáningar eða óþægindi þeirra sem í kringum þig eru, þrátt fyrir að það sé kannski oft erfitt eða óþægilegt fyrir þig.

jes23

Auglýsing

Ræktaðu þín sérkenni

Það kann að vera svo að foreldrar þínir eða uppeldisaðilar hafi ekki hvatt þig nægilega til að rækta þín sérkenni – það sem einkennir þig sem einstakling. Það þýðir samt ekki að til sé fólk þarna úti sem kunni ekki að meta þig fyrir það sem þú ert og hvaða skoðanir þú kannt að hafa, hvort sem fólk er sammála þér eður ei.

Ef þú þykist hafa sömu skoðun og aðrir til að falla í fjöldann nær það bara visst langt. Eftir einhvern tíma er það þvingandi og leiðinlegt að vera í kringum fólk sem ekki hugsar eins og þú eða hefur aðrar skoðanir. Lærðu að setja þig sjálfa/n þarna út – svo að segja – og tjáðu þig heiðarlega og opinskátt. Það er ekki þess virði að þykjast vera einhver annar til að fylgja fjöldanum.

Áttaðu þig á að þú getur ekki stjórnað öllu

Ef við gætum bara stjórnað því að vera hamingjusöm alltaf, myndum við ekki þurfa ráðgjafa eða sálfræðinga til að leita til þegar við þurfum hjálp. Við hefðum einnig ekkert pláss til að vaxa eða bæta okkur eða samböndin í kringum okkur. Með öðrum orðum, það væri eiginlega bara skelfilegt að vera alltaf hamingjan uppmáluð! Best er að gera sér grein fyrir að hlutunum verður bara stjórnað takmarkað. Þrátt fyrir að freistandi sé oft að leika hetjuna, reyndu að athuga hvað þú getur gert akkúrat núna í stað þess að reyna að gera allt á sama tíma.

Mann und Frau Konzept - Yes / No

Leyfðu þér að gera mistök

Í stað þess að líða illa yfir að ná ekki að gera allt rétt í fyrsta, annað eða jafnvel þriðja skipti, leyfðu þér að gefa sjálfri/sjálfum þér séns. Hugsaðu um alla sénsana sem þú hefur gefið fólkinu í kringum þig til að bæta sig og vaxa. Gefðu þér þessi sömu tækifæri! Þrátt fyrir að þú þekkir eigin veikleika afar vel þurfa þeir samt ekki að skilgreina þig. Það sem skilgreinir þig eru þínir hæfileikar og hvernig þú nýtir þá.

Auglýsing

Settu mörk. Það er allt í lagi að segja „nei”

Að búa til tíma fyrir þig og þín markmið framar öðru. Ef þú ert ekki vön/vanur að segja nei getur það virst ógnvænlegt til að byrja með, en það venst og verður auðveldara. Það þarf að þjálfa sig í því eins og öðru. Ef þér finnst of mikið að neita fólki öllu í einu, byrjaðu smátt og segðu nei einu sinni á dag. Ef fólki þykir í alvöru vænt um þig og metur þig fyrir þá manneskju sem þú ert, mun það skilja og virða þig. Ef ekki – nú þá þarftu kannski að endurskoða sambandið. Þú ert ekki eigingjörn manneskja eða minni manneskja fyrir vikið. Í raun getur markasetning styrkt sambandið þitt við aðra og bætt samskiptin, í stað þess að hafa alltaf fólk í kringum þig sem ætlar þér að gefa þeim endalaust tíma til að sinna því.

Stattu keik/ur fyrir því sem þú trúir á

Ekki vera hrædd/ur við átök. Þess í stað skaltu bjóða þau velkomin. Það gefur þér tækifæri til að vaxa og byggja upp styrk í mótlæti. Lífið er fullt af hindrunum og vandræðum. Þú getur ekki ætlast til að hlutirnir gangi alltaf smurðir. Lærðu hvernig eiga á við truflanir og hindranir. Þegar þú getur fundið kyrrð og ró í ringulreiðinni, getur þú nánast hvað sem er. Þú gætir líka orðið viturri og betri manneskja fyrir vikið.

Lærðu að sleppa tökunum og skilja að gera of mikið hefur áhrif á heilsu þína og vellíðan

Þegar þú hefur hugann allan við að geðjast öðrum, gerir þú allt sem aðrir ætlast til af þér. Þú ert vön/vanur að gera allt of mikð og leggja ýmislegt á þig því til þess var ætlast af þér í æsku. Foreldrar þínir gætu hafa „forritað” þig til að leggja of mikið á þig. Þrátt fyrir að þú hafir sterkt vinnusiðgæði sem kemur þér langt er mikilvægt að slaka á og leggja vinnuna til hliðar þegar það er mikilvægt. Þú þarft að komast í skilning um að það er í lagi að slaka á öðru hvoru. Það þýðir ekki að þú sért að gera eitthvað rangt þó þú viljir njóta litlu hlutanna í lífinu. Þú getur samt haft ástríðu fyrir því sem þú gerir og fólkinu sem þú ert innan handar en það þarf að vera í jafnvægi.

jes88

Gerðu þér grein fyrir að þú hafir val. Alltaf.

Þegar þú ert stöðugt að reyna að geðjast öðrum verður það að vana – þér finnst þú skyldug/ur til að halda því áfram. Athugaðu: Þú þarft ekki að gera neitt sem lætur þér líða illa! Þú getur hætt að þykjast, tekið af þér grímuna og ferðast í átt að frelsi. Það er erfitt að hætta þessum ávana – að vera alltaf að gera allt til að halda öllum góðum þegar það er eitthvað sem þú hefur gert alla ævi. Það byrjar samt alltaf með ákvörðun….sem þú ein/n getur tekið!

 

Þýtt og endursagt af: Psych2Go.

 

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!