KVENNABLAÐIÐ

Sif dýralæknir: Jákvæð hundaþjálfun snýst ekki um þvinganir eða ofbeldi

Í kjölfar frétta um þjálfun hunda hefur Sif Traustadóttir, dýralæknir þetta að segja: Smá rant um hunda og hundaþjálfun:

Jákvæð hundaþjálfun snýst EKKI um að sleppa því að ala upp hundinn og brosa bara á meðan hundurinn gerir það sem honum sýnist.

Hundar eru EKKI í eðli sínu frekjur sem eru allan daginn að reyna að stjórna eigandanum.

Auglýsing

Það þarf bæði að ala upp og þjálfa hunda og besta leiðin til þess er EKKI þvinganir eða ofbeldi. Að slá hundinn á trýnið, klípa hann, snúa hann niður og fleira sem fólki er oft ráðlagt að gera ER ekkert annað en OFBELDI.

Mæli með að fólk kynni sér það nýjasta varðandi hundaatferli og þjálfun, það hafa orðið svo miklar framfarir á síðustu árum. Ekki hika við að leita ykkur aðstoðar strax ef þið sjáið hegðun hjá hundinum sem ykkur líst ekki á. Það er engin skömm að því og betra að grípa inn í áður en illa fer.

Auglýsing

Þessi ókeypis netfyrirlestur fjallar um algengustu mistökin sem hundaeigendur gera varðandi uppeldi og þjálfun á hundum og hvernig er hægt að forðast þau:

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!