Elísa Elínardóttir er mikill húmoristi og í gærkvöldi setti hún mynd af hundinum sínum Fenri á erlenda hundagrúppu, Cool Dog Group, og skrifaði ummæli við myndina: „Ég teikna hunda. Bannað að afrita þessa mynd.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa og vildi fólk ólmt að hún teiknaði þeirra hunda.
Auglýsing

Aðspurð segist Elísa hafa fengið nokkra tugi beiðna og mikil kátína ríkt með hvað hún næði að fanga anda hundanna: „Ég er ennþá að fá beiðnir um myndir og sé fram á að hafa nóg að gera um helgina!“

Auglýsing
Við skiljum það svosem – þetta eru æðislegar myndir!



