Málið sem hefur skekið heimsbyggðina að undanförnu: Chris Watts myrti Shanann Watts, eiginkonu sína sem var komin 15 vikur á leið með son þeirra og dæturnar Celeste (3) og Bella (4). Nickole Atkinson, sem var sú síðasta til að sjá hana á lífi fyrir utan morðingjann, segir handtaka Chris hafi ekki komið henni á óvart.
Í viðtali sem Nickole kom fram í á ABC News, sagði hún að hjónabandið hefði verið „þvingað“ þegar hún hvarf skyndilega, þann 13. ágúst síðastliðinn. Sagði hún að Shanann hafi grunað að hann stæði í framhjáhaldi, en undanfarnar vikur hafi hann verið fjarlægur og ekki jafn kærleiksríkur og venjulega: „Hann var ekki að faðma, snerta eða gera neitt af því sem hann var vanur.“
Chris hefur nú verið kærður fyrir að „enda meðgöngu“ eiginkonu sinnar og taka líf hennar og tveggja dætra ásamt því að hafa átt við líkin.
Chris hefur sjálfur sagt við lögreglu í dag að hann hafi kyrkt ófríska eiginkonu sína í reiðikasti eftir að hann sagðist hafa séð hana í myndavél reyna að þrengja að öndunarvegi dóttur þeirra, Celeste (3). Sagði hann einnig að Bella hefði legið á bakinu í rúminu, gefandi í skyn að Shanann hefði myrt dæturnar.
Morðinginn hafði sjálfur sagt að þau hefðu átt „tilfinningaþrungið samtal“ þessa nótt áður en hann sagðist hafa farið í vinnuna og þegar hann kom heim hefðu þær verið horfnar.
Í dómsskjölum má hinsvegar sjá að samtalið snerist um að hann væri að halda framhjá og hafi talað um skilnað við Shanann þarna um nóttina.
Lík Shanann og dætranna fundust á landareign Anadarko Petroleum, þar sem Chris vann, en það er ein stærsta olíuverkunarstöð í Colorado.
Dæturnar fundust í olíutönkum þar sem þær höfðu verið í fjóra daga. Shanann fannst í grunnri gröf rétt hjá.
Tæknimaðurinn sem mun kanna sönnunargögnin verður sérfræðingurinn Richard Eikelenboom, sem vann í máli JonBenet Ramsey.
Er því haldið fram að Chris hafi kyrkt dætur sínar.
Chris kom fram í sjónvarpsviðtali þar sem hann biðlaði til fjölskyldunnar að snúa til baka, en þeir sem eru vel að sér í líkamstjáningu segja að augljóst hafi verið að maðurinn væri að ljúga, eins og kom síðar í ljós.
Hvarf Shanann kom í ljós þegar hún mætti ekki í læknisheimsókn. Þá hafði Nickole skutlað henni heim um klukkan 2 um nóttina eftir viðskiptaferð: „Hún fór inn, sneri sér við og veifaði mér og lokaði hurðinni.“ Nokkrum klukkutímum síðar varð hún áhyggjufull þegar hún svaraði engum skilaboðum: „Hún ætlaði að fara að hlusta á hjartslátt barnsins og sjá hvernig honum vegnaði.“
Von var á dreng og hafði Shanann póstað á Facebook að hún óskaði eftir dreng, fyrir eiginmann sinn.