Sálarsöngkonan heimsþekkta Aretha Franklin lést í dag, 76 ára að aldri. Hafði hún glímt við krabbamein í brisi í átta ár. Var hún umvafin ástvinum og ættingjum á heimili sínu í Detroit þegar hún lést.
Fjölskylda hennar sendi frá sér yfirlýsingu með sorg í hjarta: „Þetta er ein svartasta stund í lífi okkar og við finnum engin orð til að lýsa þeim sársauka sem við finnum í hjartanum. Við höfum misst ættmóður okkar og klettinn í fjölskyldunni.“
Aretha seldi yfir 75 milljónir platna á glæsilegum ferli sínum sem spannaði meira en sex áratugi.
Fæddist hún þann 25. mars í Memphis og var yngst af fjórum systkinum. Hóf hún ferilinn átta ára gömul og söng í kirkjunni. Aretha fæddi fyrsta son sinn einungis 12 ára og þann næsta þegar hún var 14 ára.
Eignaðist hún fjóra syni á lífsleiðinni sem allir eru á lífi; Clarence, Edward, Ted og Kecalf.
Aretha var tvígift og stuttlega trúlofuð vini sínum, William Wilkerson árið 2012.
Frægustu lög hennar eru Respect, A Natural Woman og Say a Little Prayer, til að nefna fáein.
Hún átti alltaf í baráttu við alkóhólisma, offitu og hún var stórreykingamanneskja. Þrjú systkini og umboðsmaður hennar Cecil Franklin létust öll af völdum krabbameins á undanförnum árum.