Maður frá Utahríki, Bandaríkjunum, flaug lítilli Cessna flugvél á húsið sitt en kona hans og barn voru þar inni. Hafði hann verið handtekinn áður fyrir heimilisofbeldi.
Gerðist atvikið síðastliðinn mánudag, en segir lögreglan að um hafi verið að ræða átök milli hjónanna, Duane Youd, flugmannsins og konu hans. Atvikið átti sér stað 56 kílómetrum frá Salt Lake City.
Sunnudagskvöldið hafði lögreglan fengið símhringingar þess efnis að maður væri að ganga í skrokk á konu og var Duane tekinn í varðhald. Þau höfðu setið að sumbli og fóru að rífast og réðist hann á hana.
Duane Youd var laus gegn tryggingu um hádegisbil á mánudag og spurði hvort hann mætti fara heim og ná í einhverja hluti. Fékk hann lögreglufylgd til þess. Eftir það fór hann beint á flugvöllinn við Spanish Fort, fór upp í Cessna 525 sem fyrirtækið sem hann vann fyrir átti og flaug aftur heim með það plan að fljúga á húsið sitt.
„Flugvélin fór alltaf neðar og neðar. Ég sagði: „Ó, guð, hún á eftir að lenda á fjallinu. Hún er að lækka sig.“ Ég sá hana fara neðar og neðar. Allt í einu var eldhnöttur á himni, ég bara trúði þessu ekki,“ sagði sjónarvottur, nágranni þeirra hjóna.
Kona og sonur flugmannsins voru heima þegar flugvélin klessti á húsið, en þeim tókst að komast út áður en eldur brast út. Rannsakendur segja að flugvélin hafi rekist á skúr nágranna sem hafi valdið því að krafturinn var ekki jafn mikið þegar áreksturinn varð.
„Við vitum ekki hvað áætlun hans var, hvort hann hafi ætlað að fara lágt eða hátt,“ sagði lögreglukonan Noemi Sandoval í viðtali. Bættu hún við að þetta hefði getað „orðið miklu verra en það var“ og vísaði í að konan og drengurinn gátu komist lífs af.
Húsið er afar skemmt en flugvélin eyðilagðist gersamlega. Duane Youd lét lífið í árekstrinum.
Í síðasta mánuði hafði Duane verið skikkaður af dómstólum í sex mánuði í ráðgjöf vegna heimilisofbeldis.