KVENNABLAÐIÐ

Eitraður vinskapur – lærðu að þekkja einkenni óheilbrigðs vinskapar

Oft teljum við að vinskapur við aðra sé ekki jafn áhrifamikill og fjölskyldusambönd eða ástarsambönd, en rannsóknir sýna að hann getur verið alveg jafn fullnægjandi – nú, eða skemmandi. Það þýðir að eitraður vinskapur getur tekið sinn toll á líkamlega og andlega heilsu þína.

Að átta sig á að vinur sem þú treystir og þykir vænt um sé í raun að skaða þig er sjokkerandi. Flestir þekkja úr grunnskóla hvernig er að eiga við eineltissegginn eða „andstyggilegu stelpuna.” Með þá reynslu ættum við að bera fljótar kennsl á vandræðagripi þegar við eldumst, ekki satt? Við ættum að hugsa frekar um hvern við veljum sem við eða vinkonu og treystum.

Auglýsing

Eitraður vinskapur er samt eitthvað flóknara fyrirbæri en bara að manneskjan sé „vond.” Þetta er eitthvað sem við búumst ekki við og getur jafnvel þróast út frá vinskap sem var heilbrigður einhverntíma áður.

Ég áttaði mig á að kona sem ég hafði þekkt í meira en áratug og ég leit á sem nána vinkonu er í raun ekki vinur minn í raun. Eftir að hafa stutt hana í gegnum erfiða reynslu fór hún allt í einu að hunsa mig. Hún svaraði skilaboðum og símtölum seint og illa – áður hafði hún alltaf svarað strax. Mér fannst þett skrýtið en ég vildi ekki gera neitt vesen úr þessu. Ég spurði hana svo í eitt sinn: „Er allt í lagi?” og hún svaraði „Já, fínt!” með þremur brosköllum.

Hún hætti að vera í sambandi. Hún virtist aldrei vera á lausu þegar ég stakk upp á hittingi. Þegar ég var við það að gefast upp átti hún til að bjóða mér á stuttan hitting á kaffihúsi, eða út að labba. Ég var fegin og ákvað alltaf að hitta hana…oftast þó til að hlusta á eitthvert mini-drama sem var í gangi hjá henni. Ég gaf henni leiðbeiningar, hlustaði og gaf henni ráð og inn á milli hlógum við eins og í gamla daga. Leiðir skildu og ég vonaði að vinskapur okkar væri á uppleið – aðeins til að vera hunsuð í margar vikur – aftur.

Ég áttaði mig svo á að þetta væri ekki heilbrigður vinskapur þegar ég hringdi í hana og sagði henni að ég hefði unnið til verðlauna fyrir ritstörf. Hún gat varla drullað út úr sér „til hamingju” áður en hún fór að lýsa rifrildi við bróður sinn í smáatriðum. Þegar ég póstaði fréttunum á Facebook hafði hún ekki fyrir því að setja athugasemd við færsluna.

Ég var mjög særð, en ég sagði ekkert. Ég hafði áhyggjur af því að missa það litla sem var eftir af vinskapnum ef ég minntist á þetta.

Auglýsing

Í gegnum árin, ef ég tjáði áhyggjur mínar eða var í uppnámi vegna einhvers svaraði hún dónalega eða skellti skuldinni á mig. Einhvernveginn var það alltaf mér að kenna þegar hún útilokaði mig eða studdi mig ekki eða hvatti. Sjálfstraust mitt var í rénun, ég fékk illt í magann og stundum var ég vakandi á nóttunni, hugsandi um hvað ég gerði rangt.

Svo kemur í ljós að þetta er skólabókardæmi um eitraðan vinskap. Í viðtali við RealSimple segir Dr. Irene S. Levine sem skrifaði bókina Best Friends Forever, að slík óútreiknanleg viðbrögð taki sinn toll: „Það getur valdið kvíða, ótta og jafnvel þunglyndi þegar þú veist ekki við hverju á að búast frá vini sem þú taldir þig geta reitt þig á.”

Önnur rauð flögg varðandi eitraðan vinskap?

Þegar vinur þarf stöðugt á þér að halda fyrir allt. Að vera skilningsríkur vinur er gott, en að hugsa um mjög þurfandi vin er ótrúlega orkufrekt. Það er alger tímasuga, sem þýðir að þú hefur minni tíma fyrir önnur sambönd og þig sjálfa/n.

Annað rautt flagg er þegar vinur þinn eða vinkona getur ekki séð eigin galla og fer í vörn þegar þú talar um þá. Hann eða hún getur ekki séð hvað hann/hún gerði eða sagði rangt. Þú gætir líka fundið fyrir feginleika þegar hann eða hún fer, þú hlakkar ekki lengur til að hitta hann eða hana.

friendss

Að tipla á tánum í kringum einhvern til að halda þeim hamingjusömum er mikil vinna. Svo loksins, ef þú bregst vininum, kemur í ljós að vinskapurinn var ekki meiri en þetta, alveg sama hvað þú reynir að afsaka þig.

Það eru hæðir og lægðir í öllum vinskap. Lífið og tíminn ýtir okkur nær eða fjær frá hvort öðru. Þetta bara gerist og á ekki að gerast í afbrýðisemi, illsku eða ójafnvægi í vinskapnum.

Alvöru vinir skilja þetta ferli. Ég get stundum ekki haft samband við bestu vinkonu mína í margar vikur, en þegar við náum saman, hlæjum við og hlustum eins og enginn tími hafi liðið. Eitraður vinskapur, hinsvegar, lætur þér líða illa – þú verður þunglynd, uppgefin og stressuð.

Einfaldasta lausnin er vissulega sú að hætta þessum vinskap. En áður en þú gerir það skaltu reyna að ræða við manneskjuna. Vertu hugrökk/hugrakkur og reyndu að spyrja hvort eitthvað sé að. Ef hún gerir það, sjáðu hvort þú getur svarað á jákvæðan hátt og hvort á þig sé hlustað. Ef hún deilir tilfinningum sínum og þú líka gæti það leitt til nýs vinskapar. Ef um eitruð samskipti er að ræða gætirðu hinsvegar fengið sömu neikvæðu endurgjöfina til baka. Þá er kominn tími til að bakka.

Vinskapur ætti að fylla líf okkar gleði, ekki kvíða. Hann ætti að vera stuðningríkur og í jafnvægi, ekki bara ein hliðin fái að ríkja og hann sé reikull. Vinskapur ætti að fylla okkur gleði hið innra. Það er ekki auðvelt, en sértu í þessari aðstöðu, ættirðu að setja þig sjálfa/n í fyrsta sæti og hætta samskiptum.

Þýtt og endursagt af ScaryMommy

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!