Aldagömul kínversk læknisfræði getur sagt okkur margt. Andlitið getur sagt ýmislegt um hið innra og hafa heilarar margir notað þennan vegvísi til að segja fólki að hverju það ætti að huga.
Húð andlitsins er viðkvæm. Hún bregst við breytingum hið innra sem ytra. Þessvegna gætu allir hlutar andlitsins tengst innyflum. Þannig að bólur, sár eða litabreytingar gætu gefið þér vísbendingu ef eitthvað er að.
Nefið – hjartað
Algengasta orsök sem tengist nefinu mætti rekja til vandamála blóðrásar, bjúgs og háþrýstings. Þú ættir að hreyfa þig meira og drekka grænt te á hverjum degi.
Ennið – smáþarmar og blaðra
Bólur eða önnur einkenni á enni gætu bent til of mikillar neyslu fituríkra matvæla, áfengis, unna matvara og sykurs. Streita gæti líka haft eitthvað að segja. Þú ættir að reyna að fá nægan svefn og drekka mikið vatn. Forðastu ofneyslu áfengis og athugaðu mataræðið.
Haka og munnur – hormónar
Fái líkaminn ekki nægan vökva getur það orsakað hormónaójafnvægi. Einnig ef þú borðar of kryddaðan mat, of mikið salt eða koffín hefur sömu áhrif. Hormónaójafnvægi gæti líka verið ættgengt, þannig það væri sniðugt að fara í mælingu hjá lækni.
Vandamál milli augabrúna – lifrin
Ef maginn hefur of mikið að gera getur lifrin ekki starfað eðlilega. Hollari matur er ráðið við því – að fá meltinguna til að starfa eðlilega á ný. Einnig er aukin hreyfing frábær.
Augabrúnir
Það sem veldur vanda hér er of mikið áfengi, slöpp blóðrás eða reykingar. Þú ættir að forðast koffín, reykingar og áfengi til að huga að þessum vanda.
Háls og kjálki – maginn
Koffín, sykur, áfengi og fita valda oft magavandamálum. Of kryddaður matur, að vaka frameftir og streita valda sömu einkennum. Borðaðu meira af ávöxtum og grænmeti, eyddu tíma með fólki sem fyllir þig af jákvæðri orku. Forðastu streitu eins og hægt er.
Kinnar – nýru og lungu
Óhollur matur, streita og reykingar. Auktu vatnsinntöku þína og hugaðu að mataræðinu. Mengun og reykingar valda þessu líka.