Foreldrar geta oft fengið algerlega nóg af erfiðri hegðun barnsins síns. Að sjálfsögðu. Uppeldi er oft ekki dans á rósum. Ef barnið þitt tekur kast út af einhverju sem þú vilt fá það til að gera er kannski það síðasta sem þú vilt gera er að taka það í fangið og hugga það.
Hvers vegna er það samt betra en skammir? Kannski eftir að barnið hefur hegðað sér hræðilega illa?
Þó að barnið vilji það ekki alltaf, getur það komið fyrir að það gefi eftir og „bráðni“ hreinlega.
Hér eru góðar ástæður fyrir að bjóða faðminn frekar en að skamma barnið:
- Börn læra betur í gegnum ást og kærleika en refsingu. Knús og spjall um það sem er í gangi mun fá betri viðbröð en öskur og refsing.
- Stundum þegar börn taka köst er það í raun kall á hjálp. Kannski geta þau ekki sýnt tilfinningar sínar á meira viðeigandi hátt eða kannski er eitthvað annað að angra þau, gera þau stressuð og þau finna fyrir vanmætti. Faðmlag getur opnað dyrnar, svo að segja, til að tjá sig um hvað í rauninni er í gangi.
- Auglýsing
- Stundum líður börnunum okkar ekki nógu vel með sig sjálf og þeim finnst þau ekki verðskulda virðingu og kærleika, þannig þau hegða sér á þann hátt að þau verðskuldi það ekki. Þegar þau fá kulda og reiði til baka staðfestir það þá tilfinningu þeirra. Þeim líður verr með sig sjálf og vítahringur myndast. Með faðmlagi brýtur þú niður þennan vítahring og minnir þau á að að gera mistök gerir þau ekki að slæmum manneskjum.
- Stundum er líka besta leiðin til að fá börnin til samvinnu með því að tengjast þeim. Sterk tengsl við börnin okkar gerir það að verkum að þau eru líklegri til að gera rétta hluti oftast…og þegar þau geta það ekki eða gera það ekki er faðmlag góð leið til að tengjast þeim á ný.
- Ást okkar til barnanna er skilyrðislaus. Okkur getur mislíkað hegðun þeirra en við elskum þau samt! Alveg sama hvað. Börnin okkar verða að vita það og stundum þarf að minna þau á það – kannski aftur og aftur og aftur, sérstaklega þegar þeim líður illa.
- Svo má yfirfæra þetta á okkur sjálf. Við getum líka þurft faðmlag. Þegar börnunum okkar líður illa eða hegða sér illa og við vitum ekki hvað á lengur að gera, eru það stundum foreldrarnir sem þurfa knús – tengingu og að „endurræsa“ sig.
Svo…næst þegar allir eru pirraðir eða barnið þitt er að taka kast…bjóddu því faðminn.
Það er erfitt stundum að brjóta niður pirringinn og stundum eiga þau eftir að neita…
Bjóddu það samt. Stundum er það besta leiðin til að ná sáttum.
Þýtt og endursagt af Picklebums.com