Lögreglan í Los Angeles mun ekki rannsaka ofneyslu söngkonunnar sem tók of stóran skammt á þriðjudag, eins og Sykur hefur greint frá: „Það er engin rannsókn. Ef um saknæmt athæfi væri að ræða mun LAPD koma að málinu. Ef ekki, þá komum við ekki að málinu,“ sagði Brown lögreglufulltrúi í viðtali við Radar.
Er málið rannsakað sem neyðarkall vegna heilsubrests.
Demi hafði djammað stíft allt kvöldið á Saddle Ranch í Hollywood og drakk vodkadrykki allt kvöldið. Svo tók hún partýið með heim í Hollywood Hills höllina sína.
Fjölskylda Demi hefur sagt að hún sé nú vöknuð og sé að jafna sig. Hún muni fara fljótlega í meðferð utan Los Angeles.
Söngkonan er ekki búin að vera í neyslu lengi, hún féll fyrr á árinu eftir að hafa ekki farið eftir prógramminu sínu og svo fór allt til fjandans. Vonandi nær hún sér að fullu og verður aftur sú fyrirmynd sem hún hefur verið!