Það lítur út fyrir að lengi lifi í gömlum glæðum: Ofurfyrirsætan Bella Hadid og poppgoðið The Weeknd hættu saman í nóvember árið 2016 en virðast halda góðu sambandi. Þau hafa oft látið vel að hvort öðru, til dæmis í apríl á þessu ári á Coachella – þar sáust þau kela og svo á Cannes kvikmyndahátíðinni í maí.

Þann 22. júlí síðastliðinn birti The Weeknd myndir á samfélagsmiðlum af sér og Bellu, hans fyrrverandi, knúsast í Tokyo, Japan. Aðdáendur sögðu faðmlögin gefa greinilega til kynna eitthvað meira en vinskap.
Ferðin til Tokyo er ekki farin í vinnutilgangi. Við vitum ekki með ykkur, en fyrrverandi par fer sjaldnast saman í frí. Þann 20.júlí síðastliðinn sagði Bella á Instagram: „Last day of work!!! SUMMERRRRRR!!!“ Kannski var fyrsta stopp í Japan og hvað er betra en fara með nýja (gamla) kærastanum?

Af brosinu að dæma er Bella að njóta sín! Vonandi ná þau aftur saman…þau voru svo flott par!