Leikarinn Johnny Depp hefur svarað þeim sögusögnum um að hann sé alvarlega veikur, eða jafnvel á grafarbakkanum, eftir að myndir fóru á flug á netinu þar sem hann hélt tónleika í Rússlandi. Johnny mætti á Comic-Con hátíð í San Diego á dögunum og hefur tjáð sig um útlit sitt.
Johnny sagði að fyrrum eiginkona hans, Amber Heard hafi ásakað hann að ósekju um að hafa beitt sig ofbeldi og það hafi tekið sinn toll.
„Ég er ekkert veikur,“ segir hann og heldur áfram að berjast fyrir rétti eftir að tvær löggur frá LAPD og öryggisverðir hans hafa gefið vitnisburð um atvikið sem setti allt á annan endann.
Vinir leikarans segja að hann hafi átt erfitt með að eiga við þessar ásakanir, en Amber ásakaði hann um heimilisofbeldi áður en þau skildu og segist hafa fleiri sannanir undir höndum. Setti hún myndir af sjálfri sér með áverka í andliti á netið.
Nú er Johnny að reyna að hreinsa nafn sitt og mæta þessum ásökunum fyrir rétti. Hann sagði: „Ég er ekki veikur. Ég er ekki að berjast við neitt annað en þessar lygar sem ég mun sanna að eru falskar.“
Kaldhæðnislegt þykir að bæði Amber og Johnny voru á sömu Comic-Con hátíðinni í San Diego til að kynna sitthvort verkefnið. Þau (skiljanlega) forðuðust að verða á vegi hvors annars á þessum viðburði.