KVENNABLAÐIÐ

Hönnuður skekur tískuheiminn með fyrirsætum sem klæðast eingöngu límbandi sem sundfötum

Þetta lætur ímyndunaraflið verða atvinnulaust: The Black Tape Project er samvinnuverkefni ljósmyndarans Joel Alvarez og The Black Tape Project. Sumir segja að „minna sé meira“ og á það við í flestum tilfellum en Alvarez hefur tekið þetta skrefinu lengra. Á Miami Swim Week sýndi hann fyrirsætur sem klæddust engu öðru en límbandi á sýningarpöllunum.

Auglýsing

tape4

„Sundfötin“ ef hægt er að kalla þau svo, voru í formi bikini og sundbola en gerð úr engu öðru en límbandi í björtum litum og sanseruðum. Tískuhúsið Black Tape Project, ber ábyrgð á þessu og voru það límböndin en ekki klæði sem huldu prívatsvæði fyrirsætanna.

tape3

 

Joel segir að þetta eigi sér upptök í myndatöku sem átti sér stað árið 2008 en þá bað fyrirsæta um að vera hulin svörtu límbandi: „Svo…ég gerði það. Huldi hana með svörtu iðnaðarlímbandi. Hún leit út eins og jólasteik þegar ég var búinn. Ég myndi aldrei sýna ykkur þessar myndir! En þetta gaf mér hugmynd.“

tape1

Myndirnar og fyrirstæurnar hafa ferðast um allan heim, svo að segja, allavega á netinu. Joel tók myndir af ungfrú Puerto Rico og setti a´netið myndband af myndatökunni og hafa um 8 milljónir séð myndbandið og því hefur verið ddilt um 50.000 sinnum. Joel er með 70.000 fylgjendur á Instagram og segir að hann fái afar margar fyrirspurnir um að „teipa“ fyrirsætur.

tape2

Fyrir áhugasama selur hann límbandið á um 50 dollara (um 5.500 ISK)

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!