KVENNABLAÐIÐ

Gæti þessi litla tafla verið svarið í baráttunni gegn offitu?

Rannsakendur í Harvard skólanum hafa þróað töflu sem gæti hugsanlega verið jafn áhrifarík og hjáveitu- eða magaermisaðgerð. Einnig gæti hún hjálpað við sykursýkisfaraldurinn og stuðlað að því að fólk léttist. Taflan þekur smáþarmana og minnkar hæfileika þeirra til að taka upp sykrur og önnur næringarefni.

Auglýsing

Í raun má segja að taflan hafi í för með sér sömu eiginleika og ofangreindar aðgerðir með minni áhættu og lægri kostnaði, segja rannsakendur: „Það sem við höfum þróað hér er í raun „aðgerð í töflu,“ segir Dr Yuhan Lee, einn af forsvarsmönnum rannsóknarinnar en hann er vísindamaður hjá Brigham and Women’s Hospital í Harvard.

„Við höfum notað aðferðir lífefnaverkfræði til að búa til pillu sem hefur þá eiginleika að vel loðir við hana. Hún getur því fest sig í maganum í forklínísku módeli. Eftir um tvo tíma koma áhrifin í ljós.“

Auglýsing

Rannsóknarteymið hefur eingöngu prófað lyfið á rottum eins og stendur og frekari rannsókna er þörf til að athuga hvort það sé öruggt og virkt í manneskjum. Það ætti samt ekki að taka langan tíma þar sem meginuppistaða lyfsins er sucralfate, efni sem nú þegar er talið öruggt til að vinna á magasárum.

Rannsakendur segja að efnið geti verið notað í púðurformi og þar af leiðandi getur það verið í töfluformi sem „sjúklingar geta tekið fyrir máltíð til að herma eftir áhrifum skurðaðgerðar.“

Á meðan rannsóknum stóð á rottunum sást að meðferðin minnkaði upptöku næringar. Blóðsykursstuðull rottanna sem fengu töfluna var til hálfs við þær sem ekki fengu hana, sem þýðir að hitaeiningar náðu ekki inntöku.

Magabandsaðgerð felur í sér að fólk verður saddara fyrr og þrátt fyrir að hægt sé að fjarlægja magabandið er samt aðgerðar þörf. Hjáveituaðgerð felur í sér að maginn er minnkaður fyrir fullt og allt og verður í raun á stærð við lítinn poka. Smáþarmarnir færast því hærra upp í líkamanum. Báðar aðgerðir eru gagnlegar við þyngdartap hjá þeim sem eru í ofþyngd. Einnig snúa þessar aðgerðir við þróun sykursýki II: „Hjáveituaðgerð er ein mest rannsakaða aðgerð í heiminum í dag,“ segir Dr Ali Tavakkoli, rannsakandi og stjórnandi hjá Centre for Weight Management and Metabolic Surgery hjá Brigham og Women’s spítalanum.

„Við vitum að aðgerðin er til bóta fyrir þá sem hafa háan blóðþrýsting, kæfisvefn, sumar tegundir krabbameins og virkar fljótt á þyngdartengda sykursýki. Að fá töflu sem getur hermt eftir þessum áhrifum án aðgerðar væri mikið til bóta fyrir sjúklinga og aðstandendur.“

Heimild: Independent

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!