Söngkonan Demi Lovato var hreinskilin og viðurkenndi fall sitt á dögunum, en hún var talskona edrúmennsku fyrir þann tíma. Sást hún á næturklúbbnum Warwick með rapparanum G-Easy um helgina. G-Easy hefur verið milli tannanna á fólki vegna skilnaðar við konu sína Halsey og að hafa verið handtekinn vegna fíkniefnamála fyrr á árinu.
Mætti Demi um eittleytið og var farin um hálf-þrjú um nóttina. Hefur hún viðurkennt kókaín- og áfengisfíkn en hafði verið edrú í sex ár. Einnig hefur hún átt við átröskun að stríða sem og þunglyndi.
Flestir eru sammála um að G-Easy sé ekki heppilegasti félagsskapurinn fyrir Demi núna. Hann hefur verið viðriðinn ýmis hneykslismál, m.a. var hann handtekinn í Svíþjóð með kókaín í fórum í vasanum (100 gr.). Fékk hann tveggja ára skilorðsbundinn dóm og þarf að svara til saka í Svíþjóð.
