Heather Locklear hefur aftur verið handtekin fyrir að ráðast á laganna verði í annað sinn á árinu. Hið sama gerðist í febrúar síðastliðnum og fór hún því í meðferð í framhaldi. Hún skráði sig út sjálf og lenti eiginlega strax á geðsjúkrahúsi.
Viku seinna er Heather aftur komin á bak við lás og slá. Lögregla var kölluð til vegna „óláta“ í Westlake Village, Kaliforníuríki klukkan 18 þann 24. júní. Þeir brugðust við seinna útkallinu klukkan 23 og var þá fyrrum Melrose Place leikkonan „afar ölvuð“ og í miklu rifrildi við kærastann þegar lögreglan kom.
„Þeir reyndu að aðskilja þau og þegar það gerðist réðist hún á lögreglumann,“ sagði lögreglumaður í viðtali við In Style. „Hún kýldi hann í brjóstið og magann.“
Heather var flutt á lögreglustöð og ákærð fyrir tvenns konar líkamsárás. Var henni haldið gegn 20.000 dollara tryggingu. Í samtali lögreglu við skiptiborð má heyra: „Kona heyrist bölva í bakgrunninum. Maður opnar hurð og segir: „Náið í lögreglu, núna.“
Um orðaskipti og átök voru að ræða. Engin vopn voru inni í húsinu og enginn annar var á staðnum.
Nú er Heather í slæmum málum því hún gæti fengið 10 ára dóm fyrir að hafa ráðist á lögreglumann í febrúar. Eftir atvikið núna mun hún geta horft fram á enn þyngri dóm. Heather hefur sagst saklaus af ákærunni.