Nýgiftur maður varð fyrir áfalli þegar hann komst að því að konan sem hann var nýbúinn að kvænast stakk af rúmum tveimur vikum eftir brúðkaupið.
Andy Mitchell (40) kvæntist Meaghan (21) við íburðarmikla athöfn í Mexíkó. Kostaði brúðkaupið sem samsvarar 4,3 milljónum ISK. Frétti hann viku eftir brúðkaupið að hún væri að halda framhjá honum.
Andy, sem rekur leigubílaþjónustu, varð ævareiður þegar hann sá skilaboð milli Meaghan og ástmanns hennar og póstaði þeim á samfélagsmiðla um leið og hann setti giftingarhringinn sinn á sölu. Sagði hann að framhjáhaldið hefði hafist í gæsaveislunni hennar.
„Hæ, ég gifti mig nýlega í Mexíkó og þetta er trúlofunarhringurinn sem ég notaði meðan Meaghan Mitchell fór með heitin sín. Sex dögum síðar komst ég að því að hún hóf annað samband í gæsaveislunni sinni og hélt því áfram í átta vikur fram að brúðkaupinu.“
Daginn áður hafði hann póstað samskiptum konunnar og mannsins á samfélagsmiðla. Sagðist hann meira „sjokkeraður en særður“ þegar hann komst að þessu. Hann sagði: „Við höfðum engin leyndarmál milli okkar. Við treystum hvort öðru algerlega. Ég náði svo símanum hennar og læsti hana úti. Ég las öll skilaboðin og tók myndir. Allir vinir hennar og fjölskylda skammast sín fyrir hana. Þau vilja ekkert með hana hafa.“
Meaghan segir: „Við vitum hvað við höfum gert og tökum ábyrgð á því. Ég var ung og vitlaus þegar ég fór að hitta Andy fyrst.“