Hópur mexíkóskra vina hafa slegið í gegn á netinu með því að pósta myndum af vini þeirra, Javier, sem fékk ekki að fara með þeim, en kona hans tók fyrir það. Bjuggu þeir til eftirmynd hans í pappa og ferðast nú um með hann í Rússlandi.
Á HM í Brasilíu árið 2014 voru fjórir vinir frá mexíkósku borginni Durango. Þeir vildu ólmir fara á næsta heimsmeistaramót í fótbolta sem standur nú yfir í Moskvu eins og flestir vita. Þeir fóru strax að spara fyrir ferðinni og komust að því að þeir gætu í raun farið. Í apríl fengu þeir þó leiðindafréttir – fimmti félaginn komst ekki með. Konan hans vildi ekki hann færi.
Þeir ákváðu þá að búa til eftirmynd Javiers úr pappa svo hann væri með þeim (allavega í anda) hvert sem þeir færu!