Rauðu Ljósin eru samstarfsverkefni Bjarkarhlíðar og Kvennaathvarfsins sem miðar að því að láta fólk þekkja „rauðu ljósin“ í ofbeldissamböndum. Elín Elísabet er hugrökk ung kona sem var í sambandi við mann í um hálft ár þar sem hún varð fyrir andlegu ofbeldi. Taldi hún að hún væri búin að finna „hinn fullkomna mann“ og sagði sjálfri sér að hnökrarnir í sambandinu væru bara byrjunarörðugleikar.
Sambýlismaðurinn var stöðugt tortrygginn og treysti engu. Gerði hann í raun ráð fyrir að hún væri alltaf að halda framhjá þrátt fyrir að ekkert slíkt væri í gangi né hafði Elín hug á því. Hún var alltaf á nálum og sem betur fór dvaldist hún ekki lengi í þessu sambandi og sleit því. Hvetur hún aðra til að þekkja rauðu ljósin þegar maki sýnir af sér ofbeldishegðun: „Hlustaðu á sjálfa þig,“ segir hún og við tökum undir það. HÉR er hægt að fylgjast með starfi Rauðu Ljósanna á Facebook.
Hér má sjá viðtalið við Elínu Elísabetu: