KVENNABLAÐIÐ

Dagbók lystarstolssjúklings: Heimildarþáttur

Chloe er tvítug og framúrskarandi lögfræðinemi. Hún hefur allt til að bera til að verða frábær lögmaður. Hún er þó með einn vanda sem stendur í vegi fyrir velgengni hennar: Hún er aðeins 35 kíló og 170 sm á hæð. Hún getur þraukað heilu dagana án þess að borða. Þetta helvíti hennar kallast lystarstol eða anorexía: „Ég veiktist fyrir þremur árum og get ekki lagast.“

Auglýsing

Anorexía er afskaplega hættulegur geðsjúkdómur sem dregur marga til dauða, helst ungar stúlkur. Bulimia (lotugræðgi) er eitthvað sem herjar líka á marga en það er að borða mikið í einu og kasta því svo upp.

Auglýsing

Chloe ákvað að skora sjúkdóminn á hólm með því að leyfa fréttamönnum að fylgjast með henni og er hér stiklað á stóru í lífi hennar – litlu sigrunum og ofboðslegri þjáningu. Vill hún með þættinum verða öðrum víti til varnaðar.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!