Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk til sín óvenjulegan gest á dögunum, en talið væri að hann væri slasaður. Var hann geymdur í klefa á Hverfisgötu, „eins og sumir aðrir“ segir á Facebooksíðu lögreglunnar.
Auglýsing
Í tilkynningu lögreglunnar kemur eftirfarandi fram:
Því miður kemur fyrir að næturgestir hjá lögreglunni eru ósáttir við dvölina og hefðu frekar viljað vera heima hjá sér.
Þannig var einnig með hrafn sem rataði til okkar en í fyrstu var talið að hann væri slasaður. Eftir skamma skoðun var ljóst að krummi væri heill á líkama, en hefði bara ekki enn lært að fljúga sökum ungs aldurs. Þá fóru að berast tilkynningar um hrafnspar í miðborginni, sem gargaði óvenjulega mikið og þótti þá ljóst að einn ungann vantaði í hreiðrið.
Hafði parið haldið vöku fyrir íbúum með háværu krunki sínu.
Auglýsing