KVENNABLAÐIÐ

Tískuhönnuðurinn Kate Spade fannst látin

Hönnuðurinn Kate Spade (55) fannst látin á heimili sínu við Park Avenue í New York í dag. Virðist vera um sjálfsvíg að ræða, samkvæmt lögreglu. Sagt er einnig að þeir hafi fundið bréf við hlið hennar. Ræstingafólk fann lík hennar og lét lögregluyfirvöld vita.

Auglýsing

Lögreglan hefur ekki gefið út nánari upplýsingar, og ekki er vitað hvenær hún dó, en líkið mun verða sent í krufningu.

Samfélagsmiðlar eru fullir af samúðarkveðjum, þar sem fólk þakkar henni fyrir að hafa fært þeim ýmislegt, helst þó æðislegar og nýtilegar handtöskur. Sérstakur stíll hennar hefur glatt margar ungar konur í gegnum árin.

kate handt

Auglýsing

Merkið hennar, Kate Spade New York, sem hún stofnaði hefur útibú í fleiri en 140 búðum í Bandaríkjunum og 175 búðum um allan heim. Hún seldi sín síðustu hlutabréf í fyrirtækinu árið 2016 og fór af stað með nýja línu sem hún kallaði Frances Valentine. Breytti hún einnig nafninu sínu íKatherine Noel Frances Valentine Brosnahan Spade, sagði hún í viðtali við NPR í ár.

Kate var fædd í Kansasborg, Missouriríki og hóf fyrirtækið með eiginmanni sínum Andy árið 1993.

Chelsea Clinton tvítaði um Kate í dag:

 

Einnig „re-tvítaði“ hún: „Þetta minnir okkur á að velgengni er ekki það sama og hamingja. Þunglyndi er sama um aldur þinn, stöðu eða bankareikning.“

Kate skilur eftir sig eiginmann og dóttur fædda 2005.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!