KVENNABLAÐIÐ

Sjónvarpsþáttur Roseanne hættur eftir rasískt tvít

Roseanne Barr er í miklum vanda eftir mikið hneyksli sem hún olli á Twitter. Ekki leið á löngu frá tvítinu þar til ABC sjónvarpsstöðin sagðist hætt við að framleiða og sýna þættina: „Twitter yfirlýsing Roseanne er viðbjóðslegt, andstyggilegt og ekki í samræmi við reglur okkar og gildi og við höfum ákveðið að hætta við þáttinn hennar,“ sagði Channing Dungey framkvæmdastjóri skemmtanasviðs ABC.

Auglýsing

„Þeir vonuðu að afsökunarbeiðnin hennar myndi lægja storminn en hann er stór,“ sagði innanbúðarmaður við Radar. „Viðbrögð auglýsenda hafa verið svakaleg, ólíkt öllu öðru sem við höfum séð. Roseanne er í miklum vandræðum en þeir geta ekki haldið áfram án hennar.“

Auglýsing

Roseanne réðist á fyrrum ráðgjafa Barack Obama, Valerie Jarret:

“Muslim brotherhood & planet of the apes had a baby=vj,” skrifaði Roseanne. Hún sagðist hafa verið að grínast, en fólk varð öskureitt.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!