Malískur flóttamaður í París sýndi ótrúlegt snarræði þegar hann klifraði upp á fjórðu hæð til að bjarga barni sem var við það að detta niður af svölum. Mamoudou Gassama, sem hefur fengið viðurnefnið „köngulóarmaðurinn“ er nú orðin þjóðarhetja og hitti hann Frakklandsforseta Emanuel Macron í kjölfarið og fékk að launum franskan ríkisborgararétt og sérstaka viðurkenningu ásamt atvinnu sem slökkviliðsmaður. Glæsilega vel gert!
Auglýsing