KVENNABLAÐIÐ

Michelle Obama gefur út sjálfsævisögu í haust

Fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, mun gefa út endurminningar sínar þann 13. nóvember næstkomandi. Mun bókin bera heitið Becoming. Samkvæmt útgáfufyrirtækinu Penguin Random House valdi Michelle sjálf myndina framan á bókinni en hún var tekin fyrr á árinu í Washington DC.

Auglýsing

michelle2

Bókin mun verða stutt minningarbrot og upplifanir hennar í lífi hennar hingað til, frá því að hún ólst upp í Chicago til áranna í Hvíta húsinu í Washington Dc.

Auglýsing

michelle become

Verður bókin gefin út á 25 tungumálum og mun hún kosta 33 dollara. Mun Michelle fara í kynningarferðalag um heiminn í nóvember í tilefni útgáfu bókarinnar: „Ég er að undirbúa að deila með ykkur sögum í Becoming þetta haustið. Ég vona að þið hugsið um ykkar eigin sögu og treysti því að hún hjálpi ykkur að verða allt sem ykkur dreymir um,“ sagði hún á Twitter.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!