Furðulegt mál: Foreldrar höfðuðu mál á hendur syni sínum sem er þrítugur en hann neitaði að flytja að heiman. Dómarinn var sammála foreldrunum og þarf sonurinn því að flytja út.
Minnir þetta óneitanlega á myndina Failure to Launch frá árinu 2006 en hún fjallaði einmitt um svipað mál og leikur Matthew McConaughey í myndinni.
Michael Rotondo, frá Syracuse, New York ríki, sagði við dómarann að hann hafi vitað af því að foreldrar hans vildu hann af búgarðinum sem þau eiga. Honum fannst samt að þar sem hann væri fjölskyldumeðlimur ætti hann að fá sex mánuði í viðbót.
Dómaranum fannst það fráleit ástæða og hyggst Michael áfrýja málinu.
Michael er síðhærður með skegg, foreldrar hans til hægri á myndinni
Mark og Christina Rotondo fóru í dómsmál eftir að hafa sent syninum mörg útburðarbréf, þar sem þau buðust til að hjálpa honum fjárhagslega og annað. Þau fengu aldrei nein svör við bréfunum. Þau höfnuðu því að útskýra hvers vegna þau vildu bera son sinn út, en höfðu hvatt hann til að fara og fá sér vinnu og færa bilaða bifreið af gerðinni Volkswagen Passat.
„Michael, hérna eru 1100 dollarar (um 116.000 ISK) frá okkur þannig þú getir farið að leita að íbúð,“ sögðu þau í bréfi til hans dagsettu þann 18. febrúar síðastliðinn. Þau leggja einnig til að hann selji græjurnar sínar, vopn og annað til að hann geti aflað fjárs og losað um smá pláss.
„Það eru störf fyrir alla þarna úti, meira að segja fyrir einhvern með jafn lélegan vinnuferil og þinn. Fáðu þér einn – þú verður að vinna!“
Fréttamenn fylgdust af athygli með málinu fyrir rétti. Michael þrætti við dómarann í um 30 mínútur og neitaði uppástungu dómarans að finna lausn með foreldrum sínum sem sátu þögul í réttarsal.
Var Michael afar reiður fjölmiðlaathyglinni og reyndi að taka ræðupúlt með sér í pontuna þar sem allir hljóðnemar fjölmiðlanna voru. Svo flutti hann ræðu fyrir utan dómshúsið í lokin og sagðist búa í einu svefnherbergi í húsi foreldra sinna, hann talaði ekki við þau og væri ekki tilbúinn að fara að heiman. Sagðist hann einnig standa í viðskiptum en inntur eftir frekara svari sagði hann að þeim kæmi það ekkert við.
Michael fær nú einhvern tíma til að átta sig…og flytja loks að heiman, hvort sem honum líkar betur eða verr.