Starfsfólk stórbýlis Michael Jacksons heitins er orðið þreytt á að bíða eftir að börn Michaels leyfi að hafin sé starfsemi þar á ný. Ætlunin var að opna býlið sem skemmtigarð til að styðja við bakið á veikum börnum. Landið er 12.000 hektarar að stærð og er staðsett í Santa Barbara sýslu, Kaliforníu. Eftir að MJ lést hafa fáir ættingjar heimsótt býlið og þrátt fyrir að börn Michaels heitins hafi fjárfest mikið í Neverland hafa þau ekki sést þar í áraraðir og ekki hefur neitt frést um að opna skemmtigarðinn á ný.
Húsinu sjálfu er vel viðhaldið og er gæsla þar allan sólarhringinn. Enginn heimsækir þó býlið og er því einmanalegt um að litast: „Það er samt synd. Börnin ólust upp hér og það gæti verið hægt að gera margt áhugavert þarna. Þess í stað situr starfsfólkið bara og hefur ekkert að gera,“ segir starfsmaður Neverland í viðtali við Radar.
Paris Jackson er nú tvítug en árið 2011 þegar hún heimsótti býlið sagði hún að hún myndi huga að því því hún væri mjög tilfinningatengd því: „Ég grét og grét. Það er ennþá mjög góður andi þarna. Ég vil endilega gera eitthvað fyrir börn með fá framtíðartækifæri til að þau njóti þess. Ég er staðráðin í því.“
Einnig sagði Paris: „Þetta var framtíðarsýn hans [Michael]. Hann vildi að börnin myndu eiga hamingjusama æsku þrátt fyrir veikindi.“
Starfsmaður sagði: „Það er frekar draugalegt hér á kvöldin. Enginn hefur þó séð draug MJ ennþá. Engum er hleypt inn en aðdáendur skilja eftir blóm við innganginn.“