Lítill og yndislegur fílskálfur kom í heiminn í Chester dýragarðinum, heilum þremur mánuðum eftir að hann átti að fæðast. Starfsmenn og læknar dýragarðsins héldu að móðirin hefði misst fóstur þar sem hún átti ekki á þessum degi og varð jafn þung og áður. Hegðun hennar og hormónar bentu þó til þess að hún hefði „sogað hann inn í sig aftur“ (e. resorb) sem er víst eitthvað sem er algerlega eðlilegt hjá fílum. Sá litli virðist þó braggast vel þó hann hafi dvalist aðeins lengur en áætlað var í móðurkviði! Þess má til gamans geta að meðgöngutími fíla eru heilir 22 mánuðir!
Auglýsing