KVENNABLAÐIÐ

Milljarðamæringur lætur börn sín ákveða eiginkonu fyrir sig

Hinn 54 ára gamli Konstantin Scherbinin, rússneskur milljarðamæringur sem hefur gert það gott í olíubransanum, lætur nú börn sín velja næstu eiginkonu sína í raunveruleikþættinum „Milljarðamæringur kvænist.“

Auglýsing

Scherbinin hefur ákveðið að virða þá ákvörðun sem til kemur um hver muni verða næsta eiginkona sín og eru börnin hans ábyrg, þrjár dætur og einn sonur. Hefur hann heitið því að biðja þeirrar konu sem þau velja úr 2000 umsækjendum. Til að sýna hollustu sína í raunveruleikaþættinu hefur olíumógúllinn gefið elsta syni sínum forráð yfir viðskiptum sínum á meðan fjölskyldan einbeitir sér að finna nýja brúði. Framleiðendur Milljarðamæringsins hafa verið gagnrýndir af áhorfendum þáttanna að breyta þættinum í að vera frá því að finna ástina í að finna „sykurpabba“ sem sér um að koma vinninghafanum í góð mál fjárhagslega.

millj rússn3

Forsendur þáttarins eru býsna heiðarlegar: Áður en konan fær að hitta piparsveininn þurfa keppendur að sannfæra krakkana um að þær hafi það sem til þarf til að verða hluti af fjölskyldunni. Konur koma fram í hópum í nokkrar sekúndur og þau mæla þær út og gefa athugasemdir hvað varðar útit og aldur. Flestum er hafnað á niðurlægjandi hátt.

Auglýsing

„Hvað er hún að gera í þessum þætti?“ spurði 16 ára dóttir Konstantin fertugan keppanda. „Pabbi elskar þær ungar og heitar, ég held hann fengi leið á henni.“

„Þú hentar okkur ekki,“ sagði Olga, tvítug dóttir milljarðamæringsins við blakkeppandann Ekaterina sem er nærri tveir metrar á hæð: „Pabbi elskar hávaxnar stelpur en ekki þetta hávaxnar. Þú ert fín fyrir Konstantin – eldri bróður hennar – en við erum að leita að brúði fyrir pabba. Þú hentar okkur ekki, bless.“

Olga sagði síðar: „Ég var frekar blátt áfram. Við þurfum engin frík í húsið okkar.“

U-TV, rússneska sjónvarpsstöðin sem sýnir þættina, segir að á seinni stigum keppninar munu „þátttakendur koma sér fyrir á sveitasetri með tilvonandi eiginmanni til að finna lúxusinn. Þær þurfa að taka ýmis próf, fara í lygamæli og muna leyndarmál sem þær vildu frekar gleyma…“

Að lokum mun vinningshafinn sem börn Konstantin velja, fá bónorð frá milljarðamæringnum og hún ræður hverju hún svarar.

Konstantin Scherbinin hefur kvænst og skilið fimm sinnum og verið í þremur lengri samböndum sem gengu ekki upp. Hann telur sig nú ekki hafa dómgreind að greina á milli heiðarlegra kvenna og þeirra sem vilja bara peninginn hans, þannig hann lét börnin sín hafa valdið. Hann treystir þeim til að velja þarna á milli.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!