Allison Langdon á Channel Nine sagði að fyrrum Suits leikkonan væri í brúðarkjól sem væri afar kunnuglegur og myndi ekki „hafa nein áhrif á brúðarkjólatískuna.“ Einnig hafði hún orð á því að hertogaynjan af Cambridge, Kate Middleton, hafi verið í þriðja skipti í Alexander McQueen kápunni sinni á giftingardaginn og grínaðist með að hún hefði nú getað „splæst í“ nýja kápu fyrir tilefnið.
Allison gagnrýndi kjól Meghan sem var hannaður af Claire Waight Keller hjá Givenchy og sagði: „Þetta var sennilega útgáfa Meghan af „Hollywood hittir bresku konungsfjölskylduna.“ Einnig sagði hún að kjóllinn væri frekar kunnuglegur og vísaði því í þegar Mary prinsessa gékk að eiga Friðrik prins í Kaupmannahöfn.
Kjóll Mary var hannaður af danska hönnuðinum Uffe Frank og var hann úr satíni og beinhvítur. Meghan ákvað að hafa sinn kjól alhvítan, en margir töldu að hún myndi ekki gera það, þar sem þetta er annað hjónabandið hennar.
Allison sagði einnig um kjól Kate: „Hún er búin að vera í þessari kápu tvisvar áður. Við skírn Charlotte og afmæli drottningar. Hún lítur afar vel út, en það eru nú umræður á Twitter um að þetta sé í þriðja sinn sem hún sést í henni. Miðað við hver var að gifta sig og mikilvægi þess, gæti hún kannski hafa splæst í nýja kápu fyrir daginn.“