KVENNABLAÐIÐ

Sláandi upplýsingar koma í ljós í nýrri heimildarmynd um Whitney Houston

Ný heimildarmynd um söngkonuna ástsælu, Whitney Houston hefur nú litið dagsins ljós. Kevin Macdonald er höfundur hennar og er hún aðeins hálftíma löng. Fyrri hlutinn er fyrirsjáanlegur – ævi Whitneyar er könnuð og eins og flestir vita, lést hún langt fyrir aldur fram árið 2012 af völdum fíkniefnaneyslu.

Auglýsing

Whitney var ein farsælasta tónlistarkona 20. aldarinnar, en fíkniefnaneyslan og fréttaflutningur gerðu hana að athlægi í mörg ár áður en hún lést í baðkari hótelherbergis aðeins 48 ára gömul. Kevin spyr margra spurninga í einu: Af hverju gat hún aldrei hætt að nota og hvernig var mögulegt að hún virkaði svo hamingjusöm og glöð á meðan hún leið skelfilegar þjáningar. Segir hann að Whitney hafi verið bæði „blessuð og bölvuð“ á degi fæðingar.

Bobbi Christina með þáverandi kærasta
Bobbi Christina með þáverandi kærasta

Hún prófaði kókaín á 16 ára afmælinu sínu. Þá var hún farin að vera bakraddasöngkona á tónleikum móður sinnar, Cissy Houston. Cissy hafði verið bakraddasöngkona sjálf, fyrir goð á borð við Elvis Presley og Aretha Franklin. Whitney varð súperstjarna á þrítugsaldri en það var ekki einungis vegna hæfileikanna eða hvað hún leit vel út. Hún var tákn um „góðu stelpuna“ frá kristinni, bandarískri fjölskyldu.

Auglýsing

Heimildarmyndin er vel þess virði að horfa á. Ekkert kemur þó á óvart…fyrr en í endann. Nick Broomfield bjó til heimildarmynd um Whitney sem kallaðist Can I Be Me og reyndi að sýna fram á að Whitney hefði verið tvíkynhneigð.

Dee Dee Warwick
Dee Dee Warwick

Þegar myndin virðist ekki hafa neitt uppá að bjóða fram yfir aðrar heimildarmyndir um Whitney Houston kemur að atriðinu. Kevin virðist ná einu atriði skýru þegar kemur að vanlíðan hennar. Í myndinni kom áður fram að systkini Whitneyar hafi oft verið í pössun þegar Cissy, móðir þeirra, var á tónleikaferðalagi. Svo gefur hann í skyn að einn af ættingjunum, Dee Dee Warwick hafi misnotað börnin, en hún var frænka Whitneyjar og systir Dionne Warwick.

Sagan breytist þá í barnaníðshring. Það er engin sönnun fyrir því að dóttir Whitneyjar og Bobby Brown, Bobbi Kristina Brown, hafi verið misnotuð. Þegar sagt er frá því hvernig hún var föst í höll foreldra sinna meðan þau voru ófær um að hugsa um hana af völdum fíkniefnaneyslu og Bobbi teiknaði myndir af djöflum á veggi og gólf, má hinsvegar tala um ofbeldi gegn barni. Bobbi lést árið 2015, þremur árum á eftir móður sinnar. Vonandi verður þessi saga öllum til varnaðar – bæði fátækum sem og vel stæðum börnum.

Heimild: BBC

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!