Leikkonan Natalie Portman sem er ein frægasta núlifandi stjarna af gyðingaættum tilkynnti að hún myndi sniðganga stóran ísraelskan viðburð, sem líkja má við Nóbelsverðlaun gyðinga. Átti hún að hljóta verðlaunin sem kallast Genesis Prize og fá tvær milljónir dollara fyrir. Tilkynnti hún á Instagram að hún myndi ekki mæta því hún vildi ekki láta líta út fyrir að hún myndi „styðja [ísraelska forsætisráðherrann] Benjamin Netanyahu.” Óvíst er hvað verður um verðlaunin.
Margar Hollywoodstjörnur styðja Palestínumenn. Ríkisstjórn Netanyahu er ein hægrisinnaðasta ísraelska stjórn frá upphafi, sérstaklega þegar kemur að deilum við Palestínu. Það er samt annað að vera vinstrisinnuð stjarna, Natalie Portman er fædd í Jerúsalem og er því innfæddur Ísraeli. Hún er uppalin í Bandaríkjunum og býr nú í Frakklandi. Hún er háskólastúdent úr Harvard og hefur oft varið Ísrael á opinberum vettvangi. Hún talar hebresku og hefur skrifað bók um gyðingdóm.
Af þessu má sjá að þó Natalie hafni heimsókn til Ísraels er það ekki hið sama og vanalega – þetta er yfirlýsing. Oren Hazan, meðlimur Likud flokks Netanyahus sagði að ríkisborgararéttur Natalie ætti að vera tekinn af henni. Þetta sýnir klárlega að öldur eru að rísa milli frjálslegra gyðinga í Bandaríkjunum og hægri-öfgastjórn Ísraels.
Natalie segir einnig að undanfarið hafi atburðir í Ísrael haft mjög alvarlegar og stressandi afleiðingar fyrir hana og henni „líði ekki vel með að taka þátt í neinum viðburðum í Ísrael.“ Er þetta túlkað sem fjöldamorðið á mörkum Ísrael og Palestínu, Gazaströndinni, þar sem Ísraelsmenn hafa myrt óhemju fjölda Palestínumanna að undanförnu, meira en nokkurn tíma áður.
Á Íslandi er einnig mikil óánægja með að Ísrael hafi unnið Eurovision söngvakeppnina og samkvæmt undirskriftarlista hafa meira en 17.000 Íslendingar skorað á RÚV að hafna þátttöku Íslands á næsta ári.