Ásgeir Ólafs ráðgjafi um næringu og heilsu heldur áfram með kannanir sínar á földu sykurmagni í vörum sem fáanlegar eru á Íslandi. Hann tekur fram að hann sé „hvergi kostaður af fyrirtækjum þó nokkur þeirra vildu gera „þegiðu“ samninga“ við sig. Til að þetta gangi upp af hans hálfu og verði ærlegt sé ekki hægt að að tengja sig fyrirtæki.
182 dagar eru á Facebook – skráningar eru fríar út maímánuð.
(Ath. he = hitaeiningar)
Sósur og morgunkorn
Sýróp Vs Sykur
Ef þú hreyfir þig ekki.
Ef þú borðar 100 hitaeiningum (he) of mikið á dag, miðað við daglega grunnbrennslu þína í eitt ár þá þyngist þú um 2.5 kg af hreinni fitu á ári.
Ef þú borðar 200 he of mikið á dag, miðað við daglega grunnbrennslu þína í eitt ár þá þyngist þú um allt að 4 kg af hreinni fitu á ári.
Ef þú borðar 300 he of mikið á dag, miðað við daglega grunnbrennslu þína í eitt ár þá þyngist þú um rúmlega 5 kg af hreinni fitu á ári.
Skipta hitaeiningar svona miklu máli?
Skiptir máli hvaða vöru ég kaupi?
Allt er þetta miðað út frá 100 grömmum og við tökum fyrir sykurmagn.
Hafið í huga að hvert gramm af sykri inniheldur 4 he.
10 grömm af sykri innihalda þá 40 he.
100 grömm af sykri innihalda þá 400 he.
—
Í þessum lið keppir vara við aðra vöru.
Sigurvegari hverrar umferðar er svo metin við næstu vöru þar til ein stendur uppi sem sigurvegari.
Sósur
1. umferð
Hunts Barbíkjúsósa.
45 grömm af sykri í hverjum 100 grömmum.
45 x 4 (hitaeiningar)= 180 sykur he.
1/3 af því eða um 30 grömm er skammtur sem við miðum við = 60 sykur he
V.s.
Hunts Tómatsósa.
Í henni eru helmingi færri he í jafn stórum skammti
*Ath skoðaðu skvísuflöskuna frá Hunts.
Einhverra hluta vegna eru fleiri he í “skvís” flöskunni af HUNTS tómatsósunni en í venjulegri flösku.
Betra val: Venjuleg tómatsósa frá Hunts með um 30 he í hverjum 30 gramma skammti,
Slepptu þá skvísuflöskunni
Hunts tómatsósan fer þá í næstu umferð og keppir við Heinz.
2. umferð
Hunts tómatsósa ( 21 gr sykri í hverjum 100 )
Vs
Heinz tómatsósa ( 22.8 gr sykur í hverjum 100 )
Nánast það sama. Smekksatriði
Besta val: Jafntefli
Báðar vörurnar komast áfram
3. umferð
Heinz og Hunts tómatsósa
Vs.
E. Finnson tómatsósa
Í hverjum 30 gramma skammti af Heinz og Hunts eru um 30 hitaeiningar
Í E. Finnson eru 21 hitaeiningar eða um 30% minni sykur.
Betra val: E. Finnson tómatsósan með 21 hitaeiningar.
4. umferð.
E. Finnson tómatsósa
Vs.
Vals tómatsósa
Vals tómatsósa inniheldur 9 gr í hverjum 100 ml.
9 x 4 (hitaeiningar)= 36 í hverjum 100.
= 12 he í hverjum 30 gramma skammti eða um 25% minni sykur en í E. Finnson tómatsósu.
Betra val: Vals tómatsósa
5. umferð
Vals tómatsósa
Vs.
Libbys
Libbys er á pari við Hunts og Heinz.
Vals tómatsósa sigrar með yfirburðum.
Ath ég tók ekki Felix sósuna með því hún er á pari við þessa þrennu líka.
Samantekt.
Vals sósan inniheldur nánast 3x minna magn af sykri en Libbys, Hunts og Heinz.
Kosturinn er að þú minnkar þarna sykurhitaeiningar um þriðjung með að velja Vals tómatsósu frekar en hinar.
ATH!
Miðum við að hvort okkar ætti að borða í kringum 750.000 he á ári (rétt um 2000 he á dag).
Ef þú borðar tómatsósu 2 til 3x í viku með mat (eins og margir gera og jafnvel oftar), og þá 30 gramma skammt í hvert sinn.
Þá gætir þú verið að borða 5.000 he í formi tómatsósu á ári ef þú borðar Heinz, Libbys eða Hunts.
En ef þú borðar Vals þá ertu að borða mögulega um 1500 he á ári í formi tómatsósu. Samt borðar þú hana jafn oft.
Þarna spörum við okkur: 3.200 hitaeiningar á ári.
Bara í formi sykursins í tómatsósunni með að velja skynsamlega.
—
Sterkar sósur
Fita og sykur
1.
PATAKS
Mild Curry Spice Paste
0.7 gr af sykri í hverjum 100.
Nánast sykurlaus vara og mjög bragðgóð.
Vs.
Luxury Korma, spice, sizzle and stir
4 grömm af sykri í hverjum 100
Í Luxury Korma er 4x meiri sykur en í PATAKS Mild Curry sósunni en í PATAKs er meiri fita en í Luxury.
Í 100 grömmum af PATAKs eru 262 he þá í formi fitu aðallega og lítill sem enginn sykur.
í 100 grömmum af Luxury Korma eru 106 he, þá um 20 he í formi sykurs.
Betra val: Vegna lægri sykurstuðuls: PATAKS
2.
Pataks Tikka Masala
81 he í hverjum 100 EN 16.1 he sykur
Vs.
Luxury Tikka Masala
99 he í hverjum 100 þar af 14.8 he sykur
Samantekt: Luxury inniheldur minni sykur, en meiri fitu.
Pataks inniheldur minni fitu í þessari sósu, en meiri sykur.
Betra Val: Luxury Tikka Masala (en samt munar þarna svakalega litlu.)
ATH!
Sykur
Stóra SPRENGJAN kemur hér á eftir.
AGAVE sýróp
Vs
Hvítur sykur
Hver er hinn raunverulegi munur?
Soyasósa
La Choy
Vs.
Kikkoman
(Ath Kikkoman var ódýrari þar sem ég tók myndirnar)
La Choy
6,7 gr sykur í hverjum 100
Kikkoman
0,6 gr sykur I hverjum 100
Ath!
ÞARNA ER MUNURINN 11x minni sykur í Kikkoman (sem var ódýrari) en í dýrari La choy sósunni.
11X.
Samantekt: Ef þú notar soyasósu mikið í matinn þinn getur þetta talið í þúsundum he á ári ef þú velur La choy.
Hvernig væri að minnka sykurinn í soyasósunni um 11x með að velja Kikkoman? Bara í soyasósunni.
MIKLU betra val: Kikkoman soyasósa!
Til að bæta við…
…Teriaki sósa frá La choy
53 gr af sykri í hverjum 100 grömmum sem er feykilega mikið
Vs.
Teriaki frá Kikkoman
12 gr af sykri í hverjum 100 grömmum.
Eða 5 x minna en La choy.
Miklu betra val: Kikkoman Teriaki.
ATH þú getur fengið soyasósu sem inniheldur ENGAN sykur.
Hún heitir “SOY KING” soya sósa. (mynd fylgir)
—
Sólþurrkaðir tómatar
Nicos
20 grömm af sykri í hverjum 100
Vs.
Sacla
7.8 grömm af sykri í hverjum 100
eða næstum því 3x sykurminni lögur sem tómaturinn liggur í.
Betra val: Sacla
—
Morgunkorn
Cheerios
4.5 grömm af sykri í hverjum 100
Vs
Kornflex
8 grömm af sykri í hverjum 100
Vs
Special K
15 grömm af sykri í hverjum 100 (takið vel eftir þessu, auglýstur sem hollur morgunverður)
Vs
Havre Fras
9 grömm af sykri í hverjum 100
Vs
ALL Bran
18 grömm af sykri í hverjum 100 (…sömuleiðis auglýstur sem hollur morgunverður)
Vs.
Sol gryn Hafragrautur
1,1 gramm af sykri í hverjum 100
Vs
Rice Kristpies
10 grömm af sykri í hverjum 100
Svo skal tekið fram að flest allt morgunkorn sem eru með myndir af fígúrum á kassanum, sem er höfðað til barna, er stútfullt af sykir eða nánast allt yfir 20 grömmum af sykri í hverjum 100.
Frosties
37 grömm af sykri í hverjum 100
Coco Pops
30 grömm af sykri í hverjum 100
Lucky charms
37.9 grömm af sykri í hverjum 100
Hunangs cheerios
33,3 grömm af sykri í hverjum 100
cocoa Puffs
34,3 grömm af sykri í hverjum 100
Wheetos með súkkulaði
21 gramm af sykir í hverjum 100
Kelloggs star Wars
29 grömm af sykri í hverjum 100
Munið þetta.
Kóka kóla inniheldur 10.6 grömm af sykri í hverjum 100
Þetta er oft 3x meira en í kóka kóla.
Ef þú myndir drekka 30 ml af kóka kola gegn skammti af morgunkorninu, væri kóka kola 3x betri kostur.
Kók í morgunmat?
Þegar þú stendur fyrir framan morgunkorn sem reynt er að höfða til barnsins þíns, þá ert þú að fara að gefa því sælgæti en ekki morgunkorn.
Sumir segja að þetta sé notað spari, þá bara um helgar, en þá má líka spyrja hvort þú myndir gefa barninu þínu 30 ml af kóka kóla í morgunmat?
Sem spari?
Þegar barnið þitt fer af stað inn í morguninn með slíkar sykursveiflur sem skapast af morgunkornum sem þessum þá getur það orðið óstýrilátt allan daginn.
Eins og ég og þú.
Þar er enginn munur á
AÐ LOKUM
Agave sýróp frá Hinmesk Hollusta (…hollusta)
Vs.
Strö-sukker og /eða flormelis frá DAN SUKKER (hvítur sykur)
Í hverjum 100 grömmum af hvítum sykri eru 400 he
Í hverjum 100 grömmum af AGAVE SÍRÓPI eru 330 he
Athugið. Þegar líkami þinn telur he daglega ættu þær ekki að vera nema 10% í formi sykurs af allri kolvetnainntöku þinni á degi hverjum.
Þá telur hann alveg jafnt hvítan sykur og agave sýróp.
Hann gerir engan greinarmun.
Sama hversu mikið þú ætlar að selja þér hugmyndin að þú getir gúffað agave sýropi ofan í þig og á allt það sem þig langar í, og ætlar svo að fela þig á bakvið það að agave fer hægar út í blóðið og allt það, þá skilur líkaminn ekki þá breytu.
Hann er að telja hitaeiningar.
Hann hugsar 100 gr af agave sýrópi = 330 he
100 gr á hvítum DAN sukker sykri = 400 heMunurinn er 70 he á hver 100 gramm.
Ekki meiri.
Hugsaðu þig vel um þegar þú stráir sýropi, brúnsykri, hrásykri, sorbitoli, frúktósa, laktósa eða hvaða sykri sem er ofan á matinn þinn.
Líkami þinn er að telja he og þetta snýst EKKERT um neitt annað en það.
Sætt er sætt. Sykur er sykur.
Þarna nær iðnaðurinn að spila með þig allsvakalega með að segja að laktósi (Mjólkursuykur) sé í lagi og frúktosi, í ávöxtum og í allri sinni mynd sé líka í lagi.
Þeir segja þér að passa þig á hvíta sykrinum til að gera sína vöru að vini þínum.
Sýrópið.
Því spyr ég þig.
Ef svo er. Af hverju má þá ekki sykursjúkur maður borða eins mikið af sýrópi og honum sýnist fyrst það er svona „hollt”?
Bkv,
Ásgeir Ólafs