KVENNABLAÐIÐ

Faðir Meghan Markle getur ekki gert upp við sig hvort hann muni leiða dóttur sína að altarinu

Konunglega brúðkaupið er á laugardaginn! Harry Bretaprins og Meghan Markle munu ganga í það heilaga, en það hefur verið á reiki hver muni leiða hana upp að altarinu. Thomas Markle er 73 ára gamall og bárust þær fréttir í gær að hann væri hættur við að ganga með henni. Hann er hræddur um að hjartað gefi sig en hann á við hjartavandamál að stríða.

Thomas í myndatökunni sem hann skipulagði á furðulegan hátt
Thomas í myndatökunni sem hann skipulagði á furðulegan hátt

 

Í dag segir Thomas að hann vilji taka áhættuna. Hann vill heiðra dóttur sína með því að leiða hana upp að altarinu í Windsorkastala í Berkshire á laugardaginn.

Auglýsing

Sagði hann í viðtali við TMZ: „Ég þoli ekki tilhugsunina að ég muni missa af einum stærsta viðburði í sögunni og leiða ekki dóttur mína til altaris.“

Þetta er sviðsett mynd af hálfu Thomas. Ástæður þess eru ókunnar, en búist er við að hann hafi fengið greitt fyrir myndatökuna
Þetta er sviðsett mynd af hálfu Thomas. Ástæður þess eru ókunnar, en búist er við að hann hafi fengið greitt fyrir myndatökuna

 

Thomas er aftur kominn á spítala að undirgangast ýmsar rannsóknir eftir að hafa fengið alvarlega brjóstverki eftir hjartaáfall í síðustu viku.

Auglýsing

Það eru aðeins fjórir dagar í brúðkaupið þannig það hlýtur að skapa mikla óvissu hver muni eiginlega leiða brúðina. Thomas er enn í Mexíkó, þar sem hann býrog í yfirlýsingu frá Kensingtonhöll í síðasta mánuði virtist allt ákveðið. Í gær sagðist hann ekki ætla til Bretlands að gefa dóttur sína. Svo kemur hann fram í viðtali og segist ætla að koma. Þetta hlýtur að vera afar óvenjulegt.

Meghan með föður sínum
Meghan með föður sínum

Einnig viðurkenndi hann í viðtali við TMZ að hann hafi sviðsett myndir fyrir blaðaljósmyndara og sagðist ekki vilja niðurlægja dóttur sína með þeim hætti. Hann hefur eins og áður sagði skipt um skoðun og ef læknarnir hleypa honum af stað mun hann „éta Valíum“ til að minnka hjartaverkina.

Windsorkastali
Windsorkastali

 

Thomas vildi kenna hálfsystur Meghan, Samantha Markle, um að hafa gagnrýnt Meghan og það væri allt hennar sök með þessar blaðaljósmyndir sem hann sviðsetti fyrir papparazzana. Svo sagði hann að Meghan bæri ekki kala til hans vegna þess. Samantha hefur einnig komið fram í fjölmiðlum og gagnrýnt systur sína fyrir hitt og þetta.

Samantha og Meg
Samantha og Meg

Harry er sagður í uppnámi vegna ástandsins, en Meghan standi með föður sínum þrátt fyrir furðulegt mál. Kensingtonhöll hefur gefið frá sér yfirlýsingu: „Þetta er mjög persónuleg stund fyrir Ms Markle. Hún og Harry biðja um skilning og virðingu vegna Mr Markle í þessum erfiðu aðstæðum.“

Búist er við fjölmenni á laugardaginn
Búist er við fjölmenni á laugardaginn

Eins og þetta sé ekki nóg, er hálfbróðir Meghan, Thomas Markle Jnr (50) búinn að valda hneyksli þar sem honum var ekki boðið. Skrifaði hann opið bréf þar sem hann grátbað um að verða boðið í brúðkaupið. Einnig bað hann Harry að hætta við brúðkaupið, hreinlega. Einnig sagði hann að vera ekki boðið „særði hann djúpt“ og þessvegna hafi hann reiðst. Svo sagði hann að þessi dagur yrði „stærstu mistök í sögu konunglegra brúðkaupa.“

Auglýsing
Meghan og Dorian
Meghan og Doria

 

Bretum finnst auðvitað gaman að veðja um svona mál og eru líkurnar þeirra 4/6 að móðir Meghan, Doria Ragland, gangi með hana til altaris.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!