KVENNABLAÐIÐ

Leikarinn Benedict Cumberbatch ætlar ekki að taka að sér hlutverk nema meðleikkonur fái sömu laun og hann

Í nýju viðtali við Radio Times sagðist Benedict Cumberbatch að karlmenn sem teljist stórstjörnur ættu að sniðganga öll þau verkefni sem borga meðleikkonum ekki jafn mikið og leikurunum: „Jöfn laun og sama sæti við borðið eru kjarni feminískra kenninga. Spurðu hvað konurnar frá greitt og segðu: „Ef hún fær ekki jöfn laun og karlkyns leikarar er ég ekki með.““

Auglýsing
Benedict með konu sinni, leikstjóranum Sophie Hunter
Benedict með konu sinni, leikstjóranum Sophie Hunter

Benedict sagði einnig að hann myndi nota nýja kvikmyndafyrirtækið sitt SunnyMarch, til að fagna kvenhetjum í og búa til hlutverk fyrir konur í fyrirtækinu. Sagði hann einnig að hann og viðskiptafélaginn Adam Ackland væru „stoltir“ að vera einu karlmennirnir í fyrirtækinu. Sagði hann einnig að næsta verkefni þeirra væri kvennasaga með fókusinn á móðurhlutverkið: „Ef það snýst um nafnið mitt til að fá fjárfesta getum við notað þá athygli til að fleyta okkur á því. Helmingur áhorfenda er kvenkyns!“

Auglýsing

Twitterverjar höfðu ekki undan að lýsa aðdáun sinni á leikaranum.

Jöfn laun kynjanna hefur verið að umtalsefni í Hollywood þetta árið, á sunnudag stóðu 82 konur á rauða dreglinum í Cannes til að krefjast jafnréttis og að þeim yrði skapaður öruggur vinnustaður.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!