Önnur kvikmynd Benedikts Erlingssonar Kona fer í stríð eða Woman at War hefur hlotið frábæra dóma á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Gagnrýnandi Screen Daily er yfir sig hrifinn af myndinni og spáir henni vinsælda og þá kannski sérstaklega meðal kvenna. Gagnrýnandinn er yfir sig hrifinn af Halldóru og segir að hún takist á við líkamlega erfitt hlutverk af glæsibrag og að leikur hennar sé heillandi. Kvikmyndin fær einnig lofsamlega dóma í The Guardian. Þar segir m.a að kvikmyndin sé gerð af hugmyndaauðgi, öryggi og fágun, með sérkennilegu og glæsilegu yfirbragði líkt og fyrri mynd Benedikts, Hross í oss, og er myndataka Bergsteins Björgúlfssonar einnig lofuð. Aðstaðdendur Kona fer í stríð voru ljósmyndaðir í bak og fyrir eins og lög gera ráð fyrir og hér má sjá nokkrar myndir þaðan.
Myndband frá ljósmyndatökum í Cannes:
Aðstaðdendur myndarinnar: Davíð Þór tónskáld, Ólafur Egilsson handritshöfundur, Benedikt Erlingsson leikstjóri, Bergsteinn Björgúlfsson kvikmyndatökumaður.
Fleiri frábærir dómar hafa birst eftir frumsýninguna í Cannes:
|