Viðskiptavinir Krónunnar hafa gefið mörg tonn af fatnaði í fatagáma Hjálpræðishersins, sem eru staðsettir fyrir utan flestar verslanir Krónunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fatnaðurinn hefur bæði verið endurnýttur hérlendis og hefur verið sendur erlendis til frekari endurnýtingar.
Meðal verkefna hérlendis er verkefnið „Töskur með tilgang“ en vikulega hittast konur úr hópi innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda til að sauma saman fjölnota innkaupatöskur og grænmetispoka í húsnæði Hjálpræðishersins í Mjódd auk þess sem þær borða saman hádegismat.
Krónan keypti 700 innkaupatöskur og býður nú viðskiptavinum, í verslunum á Granda og í Nóatúni 17, sem gleyma fjölnotainnkaupapoka að fá töskurnar lánaðar með heim.