Árið 1997 ákváðu kanadísku hjónin Ron og Natalie Trecroce að ættleiða barn. Fóru þau í þeim tilgangi til Arad í Rúmeníu þar sem þau leituðu að hinni fullkomnu viðbót við fjölskylduna. Þegar þau hittu hina eins árs Rodicu Lavinia Farcas á munaðarleysingjahæli vissu þau að hún yrði þeirra.
Móðir Rodicu hafði sjálf farið með hana á hælið þar sem hún gat ekki séð um hana. Litla stúlkan var við afskaplega slæma heilsu, Ron og Natalie sáu það strax. Hún var mjög vannærð sem orsakaði ýmis önnur heilsufarsvandamál, svo sem vítamínskort og beinkröm.
Hjónin áttu eftir að komast að ýmsu í framhaldi sem þú getur séð í meðfylgjandi myndbandi: