KVENNABLAÐIÐ

Kanye fer hamförum á Twitter og hefur rekið umboðsmanninn sinn

Óttast er um andlega heilsu Kanye West eftir að hafa tvítað furðulegum tvítum að undanförnu. Nú hefur Kanye rekið umboðsmann til margra ára, Scooter Braun: „Kanye og Scooter lentu í miklu rifrildi þar sem þeir hafa misjafnar hugmyndir um framtíð Kanye,“ segir vinur hins fertuga rappara og tónlistarmanns. „Scooter heldur að Kanye sé að missa það og hann vill ekki að hann verði gerður ábyrgur fyrir því. Hann vill einfaldlega ekki hafa nein afskipti af því.“

Auglýsing

Eins og aðdáendur vita hefur eiginmaður Kim Kardashian verið óstöðvandi á Twitter í heila viku. Eftir að Kanye og Scooter áttu í deilum póstaði Kanye í gær: „Ég hef ekki umboðsmann lengur. Það er ekki hægt að stjórna mér.“ Þetta er illþýðanlegt á íslensku en hann sagði: „I no longer have a manager. I can’t be managed” og svo fylgdi hann því eftir með því að segja: „Ég er ekki skjólstæðingur neins,“ eða „I am nobody’s client.”

Kanye sagði við Scooter að hann sé hluti af „fyrirtæki“ og hann þurfi hann ekki lengur því hann geti stjórnað sínu lífi ágætlega.

Auglýsing

Kanye sem nú er orðinn þriggja barna faðir á sér sögu um misnotkun áfengis og eiturlyfja. Nú virðist sem hann telji að hann geti þetta allt upp á eigin spýtur: „Við höfum 160 stöður sem þarf að fylla fyrir árslok. Yeezy mun ná milljarði á þessu ári. Það er næststærsti vöxtur fyrirtækis í sögunni. „It is a unicorn on its way to becoming a decacorn,” sagði Kanye í morgun.

Kim, á hinn bóginn, er ekki ánægð með hvernig Kanye lætur og hefur öll fjölskyldan áhyggjir af honum: „Kim vill að Kanye haldi kjafti,“ segir þessi innanbúðarmaður, „Hún hefur grátbeðið hann að hætta áður en það er of seint en hann neitar –  þannig hún er æstari en nokkru sinni.“

Hér getur þú fylgst með Kanye í beinni…

 

&nbsp ;

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!