KVENNABLAÐIÐ

Verslunarplanið ógurlega: Fimm ráð til að hætta að kaupa óhollan mat

Við þurfum flest að versla inn…og mörgum þykir það leiðinlegra en að elda! Það er ástæða þess að við kaupum frekar skyndibita þrátt fyrir að hann sé dýrari og óhollari.

Til að fá sem mest út úr verslunarferðinni (á marga vegu) þarf stundum að gefa manni góð ráð.

Auglýsing

Um 27% Bandaríkjamanna elda heima á hverjum degi samkvæmt nýjum könnunum. Það er að sjálfsögðu tímasparandi að kaupa tilbúinn mat og sumir kjósa að eyða aðeins meiru til að forðast matargerðina og að sjálfsögðu ferðina í búðina.

Þrátt fyrir það erum við meira heilsuþenkjandi en áður og flestir næringarfræðingar eru sammála um eitt: Að borða heima er hollara en borða úti.

Það þarf hinsvegar ekki að vera leiðinlegt að versla í matinn, segir næringarfræðingurinn Susan Bowerman.

Gefur hún hér góð ráð til að eiga við matvörubúðirnar:

Eigðu alltaf góðan lager af þurrvörum og dósamat og hafðu hann vel skipulagðan

Það er sniðugt að fara í Costco og versla ýmislegt sem þú þarft, án þess að vera að hugsa stöðugt um skipulagningu.

Ef allar ferðir í búðina eru að kaupa allt „frá grunni” svo að segja, hlýtur verslunarferðin að vera kvíðvænleg.

Að prófa nýja uppskrift á að vera skemmtilegt, en ef þú þarft alltaf að kaupa hveitisekk eða flösku af olíu verður ferðin afar dýr. Þess í stað, segir Susan: „Vertu skipulagður/skipulögð, leggðu á minnið hvað er til í skápnum og ísskápnum.”

Auglýsing

Hún mælir með að þú eigir þetta alltaf í eldhússkápnum:

Ólífuolíu

Grænmetisolíu

Edik (vínedik og venjulegt)

Ólífur

Tómatsósu

Worstershire sósu

Sinnep

Tómata í dós

Baunir í dós

Túnfisk í dós

Grænmetis- og/eða kjötteninga

Heilhveiti og venjulegt hveiti

Heilhveitipasta

Brún hrísgrjón

Kúskús (heilhveiti)

Bulgur

Brauðteninga

Hnetur og fræ

Tahini

Hnetusmjör

Ef þú skrifar lista með því sem þú klárar, verða ferðirnar í búðina færri. Hafðu alltaf opinn lista í símanum (eða handskrifaðan)

Þrátt fyrir það eru ekki allir jafn skipulagðir: „Sumum hentar betur að skipuleggja fram í tímann. Fyrir aðra er betra að fara oftar. Hvort sem hentar þér betur er alltaf gott að hafa lista. Þannig geturðu tekið minni tíma í að versla þegar þú veist hvað þig vantar.”

Reyndu að fara í búðina í miðri viku eða að morgni til. Það er nefnilega líklegast að þú farir þegar allir eru að versla – í kringum kvöldmat.

Ekki hræðast frosna matvöru!

Það er sniðugt að kaupa frosinn mat. Hann hefur lengi haft orð á sér að vera óhollari en ferskur en staðreyndin er sú að t.d. ávextir og grænmeti eru alveg jafn góð og holl (og stundum jafnvel hollari!) en ferskvaran.

frozz

Segir Susan að frosin matvara sé oft handhægasti maturinn sem fólk nýtir sér ekki: „Ávextir og grænmeti eru oftast tíndir og frosnir á besta tíma þannig næringin heldur sér í frosti. Áferðin er stundum ólík fersku en bragðið og næringin er góð.” Hið sama á við frosinn fisk, sem endist mun betur en ferskur og hægt er að elda hann frá frystingu meira að segja.

Þú getur reiknað út fljótasta afgreiðsluháttinn, nema að vigta þurfi allar matvörurnar. Það er í raun einfalt, samkvæmt Susan: „Farðu alltaf í stystu röðina, sama hversu full karfan er. Þrátt fyrir að hún sé full tekur það styttri tíma, því þú tapar alltaf tíma milli karfa, það þarf að reikna út og borga.!

Undirbúðu matinn einu sinni, njóttu tvisvar

„Ef þú getur búið til mat einu sinni og borðað tvisvar er það alltaf góð ákvörðun. Líttu eftir uppskriftum sem þú getur notað tvisvar, þó þú þurfir að elda stærri rétt.”

Segir hún einnig að öll þétt grænmeti, s.s. sellerí, paprika, gulrætur og laukur geta þolað niðurskurð og geymslu í ísskáp í nokkra daga.”
Ef þú ætlar að nota salat eða kál skaltu undirbúa fyrir nokkra daga, þvo það og þurrka og nýta svo í rétti.

Heimild: DailyMail

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!