Var orðin 40 kíló: 28 ára kona sem þjáðist af lystarstoli (anorexíu) og lotugræðgi (búlimíu) hefur komið fram með sína sögu til að hjálpa öðrum í sömu stöðu og sýna öllum að bati er mögulegur. Lindsey Hall, frá Fort Worth í Texasríki segir að átröskunin hafi byrjað á unglingsárum og sveiflaðist frá því að borða ekki neitt eða kasta upp.
Í menntaskóla leið einu sinni yfir hana á hlaupabretti og svo drakk hún vín á tóman maga til að minnka matarlystina. Fyrir fjórum árum síðan fór Lindsey í meðferð og nú er hún í bata – sem er ferli sem hún trúir að hún þurfi að fylgja til enda. Lindsey bloggar til að hjálpa sér í batanum og vill hún helst hvetja aðra til að leita sér hjálpar eigi þeir í óheilbrigðu sambandi við mat, eins og hún var.