Marokkóskur maður hefur nýverið höfðað mál á hendur eiginkonu sinni og sakar hann hana um hjúskaparbrot. Eftir að maðurinn fór í heilsufarsskoðun komst hann að því að hann hefði verið ófrjór mestalla ævi sína, þannig óhugsandi var að hann væri faðir þessara níu barna sem hann taldi þau hafa eignast í sameiningu.
Þessi ónefndi maður er prófessor í marokkósku borginni Sidi Slimane, og fékk hann heldur betur óvæntar fréttir þegar hann fór til þvagfærasérfræðings í kjölfar venjulegrar heilsufarsskoðunar. Læknirinn fann litla blöðru á öðru eista mannsins og sagðist maðurinn hafa haft hana eins lengi og hann muni eftir sér. Sérfræðingurinn ákvað að taka sýni til frekari rannsóknar. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að blaðran var ekki lífshættuleg, en sú staðreynd að hún var þarna, á þessum stað, leiddi í ljós að maðurinn væri ófrjór.
Eini gallinn við það var að maðurinn hafði verið í hamingjusömu hjónabandi (að hann taldi, a.m.k.) í 35 ár og þau höfðu alið upp níu börn saman.
Marokkóska dagblaðið Al-Massae segir að maðurinn hafi ekki sótt um skilnað strax eftir að hafa heyrt fregnirnar frá þvagfærasérfræðingnum, en fór þegar af stað til að athuga hvort líkur væru á því að hann hefði feðrað börnin. Frekari rannsókn staðfesti hinar óþægilegu fréttir; maðurinn gat ekki hafa feðrað börn síðastliðna fimm áratugi.
Maðurinn fékk að vonum áfall og hafði samband við lögfræðinginn sinn og hóf málsókn á hendur eiginkonunni, sakaði hana um framhjáhald og heimtaði bæði skilnað og ógildingu faðernis þessara níu barna.
Teymi sérfræðinga staðfesti án efa að hann hefði verið ófrjór allan þennan tíma og settu fram vísindalegar skýringar á því. Sæðisrannsókn sýndi algera fjarveru sæðisfruma í líkama hans og að blaðran hefði verið á hægra eista hans í meira en 50 ár.
Hjúskaparbrot er refsivert í Marokkó, þannig ef konan verður fundin sek er líklegt hún þurfi að sitja í fangelsi.
Flestum foreldrum þykir eflaust verst að heyra að ef maðurinn var ekki líffræðilegur faðir þessara níu barna sem hann ól upp með eiginkonunni ákvað hann frekar að klippa á öll tengsl við þau. Það hlýtur að teljast sorglegt…