Í heila þrjá áratugi hefur Irmela Mensah-Schramm gert það að markmiði sínu að fjarlægja hatur í heiminum. Vopnuð spreybrúsa, acetoni og sköfu gengur þessi 71 árs amma um stræti Berlínarborgar til að fjarlægja merki og krot sem tengjast nasistum og veggjakroti sem styður kynþáttahatri.
Eftir að hafa heimsótt útrýmingarbúðir í fyrsta skioti ákvað Irmela að hún vildi leggja sitt af mörkum til að gera heiminn að betri stað. Í dag hefur hún fjarlægt meira en 77.500 límmiða út um allt Þýskaland og hefur ekki hug á því að hætta.
Auglýsing