KVENNABLAÐIÐ

Fyrrum forsetafrúin, Barbara Bush, á ekki langt eftir

Á ekki langt eftir í þessu jarðríki: Barbara Bush, eiginkona George H. W. Bush, hefur oft verið lögð inn á spítala síðastliðið ár og hefur barist við langvinna lungnateppu (e. COPD) og hjartabilun. Heimildir segja að hún dveljist á heimili sínu í Houston þar sem verið er að hugsa um hana og hefur hún ekki hug á því að fara aftur inn á spítala.

Auglýsing

Skrifstofa fyrrum forsetans, George H. W. Bush, gaf út yfirlýsingu og staðfesti að „eftir að hafa margsinnis verið send á spítala“ undanfarið ár hefur Barbara ákveðið að afþakka viðbótar læknishjálp.

Barbara og George á árum áður
Barbara og George á árum áður

„Það mun ekki koma þeim á óvart sem þekkja Barböru að hún hefur verið klettur varðandi heilsubrestinn, hún hefur ekki haft áhyggjur af sér sjálfri heldur öðrum, þökk sé óbilandi trú hennar. Hún er umvafin fjölskyldu sem hún elskar og þakkar fyrir kveðjur, skilaboð og bænir sem hún hefur fengið,“ segir m.a. í yfirlýsingunni.

Auglýsing

Bush hjónin hafa verið gift í 73 ár. Er Barbara eina núlífandi kona fyrrum forseta og móðir annars fyrrum forseta.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!