Layla er fullvaxin en allir halda að hún sé hvolpur vegna þess hversu afskaplega smá hún er! Hún var minnst af fjórum systkinum sínum og töldu eigendurnir að allt væri eðlilegt þar til hún fór í heimsókn til dýralæknis. Þá kom í ljós að hún er með sjaldgæft heilkenni sem gerir það að verkum að vökvi safnast á höfuðið. Læknarnir spáðu því að hún myndi ekki lifa af fyrsta árið en annað hefur komið á daginn. Layla fæddist á Þorláksmessu árið 2014 og er hluti af stórri hundafjölskyldu og hlýtur að teljast afar heppinn hvutti!
Auglýsing