KVENNABLAÐIÐ

Kona sem stakk ofbeldisfullan eiginmann ekki send í fangelsi

Fimm ára ofbeldissamband: Kona sem stakk eiginmann sinn sem hafði beitt hana ofbeldi árum saman fékk skilorðsbundinn dóm í Bretlandi á dögunum. Jodie Owen, 34, útskýrði sína hlið og dómarinn ákvað að hún þyrfti ekki að sitja í fangelsi eftir það sem hún hafði þurft að þola af hans hendi og einnig fyrrverandi eiginmanns.

Auglýsing

Jodie stakk eiginmanninn eftir að hann hafði „hlegið að henni og gert lítið úr henni“ og skildi hann eftir í blóði sínu meðvitunarlausan þar til han fannst. Eiginmaðurinn hafði áður slegið úr henni tvær tennur með því að kýla hana og barið hana illa í lyftu á spænskum sumardvalarstað.

Konan hafði einnig horft upp á 12 ára son sinn deyja af völdum astmakasts árið 2012.

Lögfræðingur hennar sagði hana hafa „misst stjórn á skapi sínu“ eftir að eiginmaðurinn hafði kallað hana ónöfnum, hlegið að henni og gert lítið úr henni þetta sama kvöld. Hann sagði: „Kvartandinn í þessu tilfelli – ég hika við að nota orðið „fórnarlamb“ – hafði níðst á skjólstæðingi mínum í fimm ár, beitt hana ofbeldi. Hún hafði áður þurft að þola níu ára hjónaband með manni sem einnig beitti hana ofbeldi. Í þessu tilfelli er harmleikurinn sá að þessi kona er fórnarlambið. Hið alvarlega í þessu máli er hinn aðilinn og hans hegðun.“

Jodie fékk 10 mánaða skilorðsbundinn dóm. Dómarinn lýsti málinu sem „mjög óvenjulegu.“

Auglýsing

Lögreglan var kölluð til heimilis hjónanna í Middlesbrough, en um hnífsstungu var að ræða. Maðurinn fannst meðvitundarlaus, blóðugur á jörðunni með sár á upphandlegg á annan í jólum árið 2017. Hnífurinn fannst í eldhúsinu en Jodie mundi ekki mikið sökum drykkju.

Eigimaðurinn lagði sjálfur ekki fram kæru og neitaði að sjúkrahússkýrslur eða myndir af stungusárunum væru notaðar við réttarhöldin. Hann sagði þó að hann væri óöruggur, hræddur að fara út, ætti erfitt með svefn og svo framvegis.

Lögfræðingur Jodie sagði að það væri ekkert miðað við sem hún hefði þurft að þola af hans hendi undanfarin ár.

Þau eru skilin í dag og er Jodie að vinna úr ofbeldinu með hjálp fagaðila.

 

Heimild: Mirror

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!